Skartið appelsínugulu til höfuðs kvennaofbeldi

0
507

Violence against women

24. ágúst 2012. Á morgun 25. ágúst verður appelsínuguli dagurinn haldinn í annað skipti og er fólk hvatt til að klæðast appelsínugulu til að lýsa stuðningi við herferð til að uppræta ofbeldi gegn konum. Það er UNiTE herferð á vegum framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og UN WOMEN sem standa að baki átakinu meðal annars á facebook (smellið hér: Facebook campaign page).

Norðurlöndin hafa orð á sér réttilega fyrir velmegun, góða menntun og lýðræðislegt þjóðskipulag, en ofbeldi gegn konum viðgengst þar eins og annars staðar.

Ljósmyndarinn Walter Astrada tók myndir sem tengjast ofbeldi gegn konum um allan heim, þar á meðal í Noregi eins og sjá má hér. “Ef helmingur íbúa lands þurfa að sæta barsmiðum, nauðgunum, drápum eða pyntingum, þá er þetta ekki frjálst land – alveg sama hversu þróað ríkið er,” sagði hann í samtali við New York Times.
 
“Norrænar konur gegn ofbeldi”, er samskiptanet sem heldur árlegt þing en það tengir saman kvennaathvörf á Norðurlöndum. Þingið í ár er haldið í Helsinki 7. – 9. september.

Norrænar staðreyndir:

–    42 % íslenskra kvenna hafa upplifað einhvers konar ofbeldi eftir 16 ára aldur. 5% voru þungaðar þegar það átti sér stað og í 24 % tilfella voru börnin nærstödd. (2010, Norden.org)

33% Dana vissu af heimilsofbeldi gegn konu í fjölskyldunni eða vinahóp. Þetta er talsvert hærra en meðaltalið í Evrópusambandsríkjunum sem er 25%.   (2010, Landsorganisation af Kvindekrisecentre, LOKK)    

-Minna en eitt prósent af kynferðisofbeldi á heimilum er kært til lögreglu í Finnlandi. Árið 2010 var nauðgun innan sambands kært til lögreglu þótt 6.500 konur verði fyrir slíku á hverju ári. (Amnesty International)

 – Árið 2011 voru 27.972 kynferðisleg ofbeldisverk gegn konum eldri en 18 ára kærð til lögreglu í Svíþjóð. Í 60 % tilvika voru gerandi og fórnarlamb í einhvers konar nánum tengslum. Talið er að fimmta hvert tilvik sé kært. 
(Brottsförebyggande Rådet)

Mynd: Evrópuþingið.