Þúsundum mannslífa stefnt í hættu á Bengalflóa

0
410
Flickr Malaysia Stylo CC

 Flickr Malaysia Stylo CC

14. maí 2015. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur skorað á ríki í Suðaustur Asíu að grípa tafarlaust til aðgerða til að bjarga lífi flóttamanna.

Um 6 þúsund farandfólk frá Bangladesh og Myanmar er í nauðum statt við hættulegar asðtæður í þessum heimshluta, en þrjú ríki halda fast í þá stefnu að flæma skip með flóttamenn um borð, á brott.

Rohingya IDPs. Flickr European Commission CCZeid Ra’ad Al Hussein, Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna skorar á ríki í þessum heimshluta að bjarga mannslífum og fagnaði ákvörðun stjórnar Indónesíu að leyfa 582 manns að koma í land 10.maí og Malasíu að leyfa landgöngu rúmlega þúsund manns daginn eftir. Hann sagði hins vegar að mannslífum hefði margoft verið stefnt í hættu að undanförnu með því að hindra lendingu skipa.

„Ég hef fyllst hryllingi við að heyra frétir um að Tæland, Indónesía og Malasía hafa látið stökkva á brott skipum frá ströndum sínum þegar slíkt hefur óumflýjanlega í för með sér að margir týni lífi. Bjarga ber mannslífum, ekki stefna fólki í lífshættu,“ segir Zeid og bætir við að sú ákvörðun tælenskra yfirvalda að reka á brott skip með hundruð manna um borð við afleitar aðstæður sé „ómannúðleg og óskiljanleg.“

Zeid lýsti einnig áhyggjum yfir því að ríki í þessum heimshluti hóti því að meðhöndla farandfólk og hælisleitendur sem standi mjög höllum fæti, sem glæpamenn fyrir að hafa brotið reglur við að ferðast yfir landamæri.

„Ríkjum í Suðaustur Asíu bera að bregðast við vandanum með það að leiðarljósi að farandfólk nýtur réttinda, án tillits til lagalegrar stöðu, hvernig fólk hefur komist yfir landamæri eða hvaðan það kemur. Að meðhöndla bágstatt fólk, þar á meðal börn sem glæpamenn og hneppa það í varðhald, er engin lausn.“

Á síðasta ári hefur fólk sem heldur sjóleiðina frá Myanmar og Bangladesh aukist töluvert og er talið að tala þeirra sé nú um 53 þúsund. Vitað er að 920 hafa týnt lífi á Bengal-flóa frá september 2014 og til mars á þessu ári.

Flestir þeirra eru af Rohingya-kyni sem flúið hafa ofsóknir í Rakhine-fylki í Myanmar.

„Fjöldi þeirra sem leggja sig í hættu við að flýja land mun vafalaust aukast enn, þar til ríkisstjórn Myanmar tekst á við kerfisbundna mismunun gegn fólki af Rohyngya-kyni, þar á meðal að veita jafnan aðgang að ríkisborgararétti.

„Allt farandfólk þarfnast verndar, hvort sem það flýr ofsóknir, mismunun, fátækt eða önnur mannréttindabrot eða tekur sig upp í leit að mannsæmandi vinnu og lífi við fulla reisn,“ segir Zeid.

„Fólk glatar ekki mannréttindum sínum samkvæmt alþjóðalögum, með því einu að stíga á skipsfjöl.“

Efri myndin er af flóttafólki fyrir utan strendur Malasíu en sú neðri er af fólki af Rohingya-kyni að koma til lands. 

Hér má sjá umfjöllun BBC um Rohyingya-fólkið.