Úkraína: milljónir þurfa aðstoð fyrir veturinn

0
460
In Ukraine cash and food voucher assistance by WFP allow people to go to the market and pick the food they prefer. Photo WFPAbeer Etefa

In Ukraine cash and food voucher assistance by WFP allow people to go to the market and pick the food they prefer. Photo WFPAbeer Etefa

1.september 2015. Talið er að fimm milljónir Úkraínumanna eigi með einum eða öðrum hætti um sárt að binda vegna átakanna í landinu. Þetta er álíka og allur íbúafjöldi Finnlands eða Danmerkur.

OCHA, Mannúðarskrifstofa Sameinuðu þjóðanna varar við því að mjög erfitt geti reynst að koma vistum til þeirra sem höllustum fæti standa í Úkraínu í vetur.

Talið er að 2 milljónir manna búi á svæðum nærri víglínunni á milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna. Mest kreppir að þessu fólki og er það efst á forgangslista hjálparstofnana að ná til þeirra. Að sögn OCHA er við vandamál að glíma vegna öryggis en einnig þvælist skrifræði fyrir, lagaflækjur og erfiðar samgöngur.

„Helmingur fólksins býr á yfirráðasvæði stjórnarhersins en aðrir á svæðum uppreisnarmanna. Margir óbreyttir borgarar eru í stöðugri lífshættu vegna vopnaviðskipta.“

Félagsleg þjónusta er af skornum skammti, verslun hefur snarminnkað, fólk hefur ekki aðgang að bótum og lífeyri, auk þess sem bankakerfi er óstarfhæft á yfirráðasvæði uppreisnarmanna.

Meir en 2 milljónir manna hafa fengið litla sem enga aðstoð frá mannúðarstofnunum, vegna öryggisleysis og skrifræðis.
Hjálparsamtök benda á að vetur sé í aðsigi og brýnt að grípa til aðgerða áður veður hamlar sendingu hjálpargagna.