Ungt fólk fái fulltrúa í helstu ráðum Sameinuðu þjóðanna

0
14
Við ströndina í Dakar í Senegal.
Við ströndina í Dakar í Senegal. Mynd: Árni Snævarr

Leiðtogafundur um framtíðina. 3.grein. Ungt fólk og komandi kynslóðir. Vísindi, tækni og nýsköpun. Unga kynslóðin í dag er hin fjölmennasta í sögunni. Flest ungt fólk býr í þróunarríkjum. Milljónir barna og ungmenna búa ekki við nægilega góðar aðstæður til að geta þroskað hæfileika sinna.

Leiðtogafundur um framtíðina

Ung fólk og komandi kynslóðir

Málefni ungs fólks og komandi kynslóða er eitt fimm höfuðsviða í drögum að Sáttmála framtíðarinnar, sem samþykkja skal á Leiðtogafundi um framtíðina á vettvangi Sameinuðu þjóðanna 22.-23.september.

Auk kafla í sáttmálanum um ungt fólk, fylgir honum sérstök yfirlýsing um komandi kynslóðir.

Helstu aðgerðir sem er að finna í drögum að sáttmálanum og liggja til grundvallar í samningaviðræðum aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna, eru þessi:

Ungir Norðurlandabúar í ferju á leið til Suomenlinna við Helsinki.
Ung fólk bregður á leik. Mynd: Mette Mjöberg Tegnander/Norden.org

Atvinna og tækifæri

  • 1) Við viljum fjárfesta í félagslegri þjónustu fyrir ungt fólk með það fyrir augum að það geti fullnýtt hæfileika sinna.

Mikilvægt er að skapa varanleg störf og mannsæmandi lífsviðurværi fyrir ungt fólk, sérstaklega í þróunarríkjum, ekki síst ungar konur. Koma þarf upp almennri, fullnægjandi, yfirgripsmikilli og sjálfbærri félagslegri vernd fyrir ungt fólk.

Ungur maður í Langue de Barbarie í Senegal.
Ungur maður í Langue de Barbarie í Senegal. Mynd: Árni Snævarr
  • 2) Við viljum stuðla að jöfnum tækifærum fyrir allt ungt fólk. Sérstaklega þó fyrir þau sem standa höllum fæti eða eru á jaðri samfélagsins, vernda þau fyrir ofbeldi og hlúa að félagslegri inngildingu og aðlögun.

Til þess að svo megi verða skal barist gegn hvers kynþáttahyggju, kynþáttamismunum, útlendinga,- múslima-, og gyðingahatri og umburðarleysi sem stendur ungu fólki fyrir þrifum.

Ungt fólk á NORD 2023
Ungt fólk á NORD 2023
Mynd: Andreas Omvik/Norden.org

Auka hlut ungs fólks í ákvörðunum

  • 3) Efla ber þýðingarmikla þátttöku ungs fólks í innanlandsmálum.

 Við getum eingöngu komið til móts við nauðsynjar og þrár ungs fólks með því að hlusta kerfisbundið á raddir þeirra, vinna með því og gefa þeim tækifæri til að móta framtíð sína. Þess vegna samþykkjum við að stofna samráðsvettvang ungs fólks, þar sem slíku er ekki til að dreifa. Kanna ber möguleika á samræðu á milli kynslóða til að brúa bil og byggja upp sterkari samskipti ríkisstjórna og ungs fólks.

Ungir Norðurlandabúar í ferju á leið til Suomenlinna við Helsinki. Mynd: Benjamin Suomella/Norden.org
Ungir Norðurlandabúar í ferju á leið til Suomenlinna utan við Helsinki. Mynd: Benjamin Suomella/Norden.org

Ryðja ber úr vegi öllum hindrunum fyrir þýðingarmikilli þáttöku ungs fólks, þar á meðal ungra kvenna,  í félags,- pólitísku- og opinberu lífi.

Auka ber hlut unga fólksins í formlegum pólitískum stofnunum, sérstaklega ungra kvenna, með því að afnema lagalegar eða stefnumarkandi hindranir sem koma í veg fyrir að ungt fólk bjóði sig fram til forystu.

Efla þátttöku ungs fólks í viðleitni til að koma í veg fyrir átök, í friðaruppbyggingu, friðarferlum og mannúðaraðgerðum.

Sarah Baharaki ungmenna-sendiherra ávarpar ungmennaþing Efnahags- og félagsmálaráðsins (ECOSOC)
Sarah Baharaki ungmenna-sendiherra ávarpar ungmennaþing Efnahags- og félagsmálaráðsins (ECOSOC) Mynd: UN Photo/Evan Schneider
  • 4) Við viljum auka þátttöku ungs fólks á alþjóðlegum vettvangi.

Við samþykkjum að ungt fólk verði kerfisbundið virkjað innan milliríkjastofnana Sameinuðu þjóðanna og í ferlum þeirra. Hafa beri í huga jafna kynjaskiptingu, jafna landfræðilega skiptingu og enga mismunun.

Skipa ber ungt fólk í sendinefndir ríkja í viðræðum á viðeigandi sviðum á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og undirstofnunum þess, í Efnahags- og félagsmálaráðinu, Öryggisráðinu og öðrum stofnunum sem skipta máli.

Ungir námsmenn í Tartu, Eistlandi
Ungir námsmenn í Tartu, Eistlandi. Mynd: Sillerkiil/Creative Commons Attribution 4.0

Vísindi, tækni og nýsköpun

Eitt af fimm helstu sviðum Sáttmála framtíðarinnar eru Vísindi, tækni og nýsköpun. Í drögum að sáttmálanum er bent á þetta svið geti nýst Sameinuðu þjóðunum í helstu verkefnum sínum. Jafnframt sé þýðingarmikið að brúa bilið á mill þróaðra ríkja og þróunarríkja.

 „Allt of margt fólk, sérstaklega fátækasta og viðkvæmasta fólkið í þróunarríkjum hefur ekki aðgang að tækni, sem getur valdið straumhvörfum í lífi þess,“ segir í drögunum.

Þar er einnig bent á að nauðsynlegt sé að vera á varðbergi til að vísindi, tækni og nýsköpun festi ekki í sessi núverandi bil og mynstur mismununar og ójöfnuðar innan og á mill ríkja og grafi undan mannréttindum.

Gervigreind. Hætt er að tæknibilið breikki ef ekki er að gert.
Gervigreind. Hætt er að tæknibilið breikki ef ekki er að gert. Mynd: Geralt/Creative Commons Zero, Public Domain Dedication

Tækni til þróunarríkja

  • 1) Við munum grípa tækifærið sem vísindi, tækni og nýsköpun gefa okkur í þágu heimsbyggðarinnar og plánetunnar.
  • 2) Við munum leitast við að þróunarríki njóti framfæra og vísindi, tækni og nýsköpun þeirra verði efld.

Hraða þarf flutningi umhverfisvænnar tækni til þróunarríkja á hagstæðum kjörum eftir samkomulagi.

  • 3) Virða ber höfundarrétt en sýna sveigjanleika gagnvart þróunarríkjum til að stuðla að sjálfbærri þróun hvenær sem hægt.
  • 4) Við viljum tryggja að vísindi, tækni og nýsköpun ýti undir að allir njóti mannréttinda að fullu.

    Of fáar konur hasla sér völl í vísindum og tækni.
    Of fáar konur hasla sér völl í vísindum og tækni. Mynd: Chenspec/Creative Commons Attribution-Share Alike 3.0
  • 5) Við viljjum tryggja að vísindi, tækni og nýsköpun auki jafnrétti kynjanna og bæti líf kvenna og stúlkna.

Við höfum þungar áhyggjur af því að hröð tækniþróun kunni að auka á ójöfnuð á milli kynja og auki þá hættu sem konur og stúlkur glíma við. Ryðja þarf hindrunum úr vegi til að auka hlut kvenna í þessum greinum, þar á meðal með því að auka menntunartækifæri þeirra.

  • 6) Við viljum byggja á og bæta við hefðbundna og staðbundna þekkingu.  
  • 7) Við styðjum aðalframkvæmdastjórann í að efla hlutverk Sameinuðu þjóðanna innan vísinda, tækni og nýsköpunnar.

    Leiðtogfundur um framtíðina
    Leiðtogfundur um framtíðina
    • Nálgast má samningsdrögin eins og þau voru um miðjan maí hér.
    • Grein um ákvæði uppkastsins um sjálfbæra þróun má finna hér.
    • Grein um ákvæði uppkastsins um alþjóðlegan frið og öryggi má finna hér.