A-Ö Efnisyfirlit

 Veðurfræðidagurinn: Loftslag og vatn

Ferskvatn er grundvöllur lífsins. Að meðaltali getur maðurinn aðeins lifað af þrjá daga án vatns. Vatn er þýðingarmikið fyrir matvælaframleiðslu, nær allrar vöru og þjónustu auk umhverfisins. Í dag á Alþjóða veðurfræðidaginn 24.mars beinum við sjónum okkar að þemanu loftslag og vatn.

Í heiminum stöndum við nú frammi fyrir sífellt meiri vanda vegna vatns, flóða og þurrka auk skorts á aðgangi að hreinu vatni.

Veðurfræðidagur
Miklar veðuröfgar hafa verið í Finnlandi.

Í tilefni dagsins leitaði UNRIC, Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna í Brussel til veðurfræðinga og spurði þá um minnisstæð augnablík– og myndir í tengslum við þema d

Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur sendi okkur mynd sem minnir á að á Íslandi væri þetta ýmist í ökla eða eyra.

„Myndin er tekin  1. september 2019. Þarna stend ég við Hlíðarvatn í Hnappadal, en vatnsstaðan var afskapega lág í kjölfar óvenju mikilla þurka á Vesturlandi sumarið 2019,” segir Elín Björk.

En þetta er langt í frá það eina sem hefur verið óvenjulegt við veðurfarið undanfarin ár.

„Langvarandi þurrkar og langvarandi rigningar, og mjög stöðugt veðurlag á Íslandi (þ.e. svipað veður í langan tíma) undanfarin ár, meira eldingaveður og öfgar í veðurfari úti um allan heim hafa vakið athygli mína undanfarið.”

Finnski veðurfræðingurinn Matti Huutonen segir að þemað eigi mikið erindi við Finna.

„Vatn er afar mikivlægt fyrir Finna – Finnand okkar er ekki kennt við þúsund vötn fyrir ekki neitt,” segir Matti Huutonen.

Snjór í Lapplandi.
Snjór í Lapplandi.

„Undanfarin ár hafa verið viðburðarík hvað þetta varðar. Fyrst komu nokkur þurr sumur sem leiddi til tímabundins drykkjarvatnsskorts í sumum hlutum landsins – sem ég hefði aldrei búist að gerðist hér.

Á hinn bóginn hafa verið miklar rigningar að vetrarlagi og vatnavextir og flóð hafa orðið sums staðar. Í Lapplandi hefur snjóað einstaklega mikið á sama tíma og hitamet hafa verið slegin í suður-Finnlandi, þannig að snjólaust hefur verið í Helsinki.

Með öðrum orðum hafa verið miklar breytingar frá ári til árs og líka mikill munur á landshlutum.”

Sjá nánar: https://worldmetday.wmo.int

Fréttir

COVID-19: Aðgerða þörf gegn heimilisofbeldi

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðirnar hvetur ríkisstjórnir heimsins til að grípa til aðgerða gegn...

Drepa handþurrkarar kórónaveirur?

Spurt og svarað: Virkar það gegn kórónaveirum að bregða höndunum undir handþurrkara? Sameinuðu þjóðirnar mæla...

Sótthreinsun með útfjólubláu ljósi og COVID-19

Spurt er hvort það megi sótthreinsa hendurnar með því að bregða þeim undir lampa...

COVID-19: Getum ekki snúið aftur til óbreytts ástands

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir í kjallaragrein sem birtist fyrst í the Guardian...

Álit framkvæmdastjóra