Veðurfræðidagurinn: Loftslag og vatn

0
711
Alþjóðlegi veðurfræðidagurinn.
Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur. Alþjóðlegi veðurfræðidagurinn.

Ferskvatn er grundvöllur lífsins. Að meðaltali getur maðurinn aðeins lifað af þrjá daga án vatns. Vatn er þýðingarmikið fyrir matvælaframleiðslu, nær allar vörur og þjónustu auk umhverfisins. Í dag á Alþjóða veðurfræðidaginn 24.mars beinum við sjónum okkar að þemanu loftslag og vatn.

Í heiminum stöndum við nú frammi fyrir sífellt meiri vanda vegna vatns, flóða og þurrka auk skorts á aðgangi að hreinu vatni.

Veðurfræðidagur
Miklar veðuröfgar hafa verið í Finnlandi.

Í tilefni dagsins leitaði UNRIC, Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna í Brussel til veðurfræðinga. Voru þeir spurðir um minnisstæð augnablík– og myndir í tengslum við þema dagsins.

Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur sendi okkur mynd sem minnir á að á Íslandi væri þetta ýmist í ökla eða eyra.

„Myndin er tekin  1. september 2019. Þarna stend ég við Hlíðarvatn í Hnappadal, en vatnsstaðan var afskapega lág í kjölfar óvenju mikilla þurka á Vesturlandi sumarið 2019,” segir Elín Björk.

En þetta er langt í frá það eina sem hefur verið óvenjulegt við veðurfarið undanfarin ár.

„Langvarandi þurrkar og langvarandi rigningar, og mjög stöðugt veðurlag á Íslandi (þ.e. svipað veður í langan tíma) undanfarin ár, meira eldingaveður og öfgar í veðurfari úti um allan heim hafa vakið athygli mína undanfarið.”

Finnland

Finnski veðurfræðingurinn Matti Huutonen segir að þemað eigi mikið erindi við Finna.

„Vatn er afar mikivlægt fyrir Finna. Finnland okkar er ekki kennt við þúsund vötn fyrir ekki neitt,” segir Matti Huutonen.

Snjór í Lapplandi.
Snjór í Lapplandi.

„Undanfarin ár hafa verið viðburðarík hvað þetta varðar. Fyrst komu nokkur þurr sumur sem leiddi til tímabundins drykkjarvatnsskorts í sumum hlutum landsins.  Ég hefði aldrei búist að slíkt gerðist hér.

Á hinn bóginn hafa verið miklar rigningar að vetrarlagi og vatnavextir og flóð hafa orðið sums staðar. Í Lapplandi hefur snjóað einstaklega mikið. Á sama tíma og hitamet hafa verið slegin í suður-Finnlandi, þannig að snjólaust hefur verið í Helsinki.

Með öðrum orðum hafa verið miklar breytingar frá ári til árs og líka mikill munur á landshlutum.”

Sjá nánar: https://worldmetday.wmo.int