Verulegur árangur í baráttunni við fátækt í dreifbýli

0
474
alt

Rannsókn IFAD:

Örsnauðum í dreifbýli hefur fækkað um 350 milljónir á síðustu tíu árum

Skýrsla um fátækt í dreifbýli sýnir mismunandi árangur eftir heimshlutum og að tækifæri felast í umbreytingum á mörkuðum með landbúnaðarvörur

Rómarborg 6. desember 2010 (Fréttatilkynning frá IFAD). -Þökk séu umbótum á síðustu tíu árum hafa þrjú hundruð og fimmtíu milljónir manna í dreifbýli risið upp úr örbirgð á undanförnum áratug. alt Engu að síður er örbirgð í heiminum enn gríðarlegt vandamál sem fyrst og fremst þrífst í dreifbýli. Meir en 70 af hundraði þeirra 1.4 milljarða jarðarbúa sem teljast örsnauðir; eru búsettir í dreifbýli. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem gefin var út í dag á vegum Alþjóðaþróunarsjóðs landbúnaðarins (IFAD).

Í Skýrslu IFAD um fátækt í dreifbýli (Rural Poverty Report 2011) segir að hlutfall þeirra sem búa við sárafátækt eða örbirgð í dreifbýli í þróunarríkjunum hafi fallið úr 48 af hundraði í 34 af hundraði.

Skilgreining þessa að búa við sárafátækt eða örbirgð er að lifa á 1.25 Bandaríkjadali á dag eða minna. Langstærstan hluta fækkunar fátækra má rekja til Austur-Asíu, aðallega Kína.

Niðurstöður skýrslunnar benda til stórkostlegrar fjölgunar heildarfjölda örsnauðra á dreifbýlissvæðum í Afríku sunnan Sahara, enda þótt hlutfall þeirra sem lifa á 1.25 Bandaríkjadali á dag hafi raunar minnkað örlítið frá því síðasta sams konar IFAD-skýrsla var gefin út árið 2001. Jafnframt er fátækt í dreifbýli lífseig á Indlandsskaga en þar býr um helmingur þeirra eins milljarðs dreifbýlisbúa í heiminum sem búa við örbirgð.

Búast má við að flöktandi matvælaverð, afleiðingar og óvissa af völdum loftslagsbreytinga og ýmsar náttúrulegar hindranir;  reynist þrándur í götu frekari aðgerða til að stemma stigu við fátækt í dreifbýli; að því er segir í skýrslunni.

Þrátt fyrir þetta er lögð áhersla á það í skýrslunni að djúpstæðar breytingar á markaði með landbúnaðarvörur skapi ný og vænleg tækifæri til að auka framleiðni smábænda í þróunarríkjunum. Slíkt er nauðsynlegt til að fæða jarðarbúa sem verða að minnsta kosti 9 milljarðar árið 2050 og munu í sífellt ríkari mæli búa í þéttbýli.

Af þessu leiðir að “það verður æ brýnara…að fjárfesta meir og betur í landbúnaði og dreifbýli” og “beita nýjum aðferðum við að efla landbúnað í smáum stíl með það í huga að hann taki mið af markaðnum og sjálfbærni,” segir í skýrslunni.

alt

Kanayo F. Nwanze, forseti IFAD ásamt Ban Ki-moon,framkvæmdastjóra  Sameinuðu þjóðanna.

“Skýrslan tekur af öll tvímæli um að það er tími til kominn að líta smábændur og frjálst framtak í dreifbýli nýjum augum, ekki sem ölmusuþega heldur forsprakka sem munu með nýjungum, krafti og dugnaði færa samfélögum sínum velmegun og heiminum aukið matvælaöryggi á næstu áratugum,” segir Kanayo F. Nwanze, foreti IFAD.

“Við þurfum að einbeita okkur að því að skapa þeim rétt umhverfi til að takast á við þá áhættu og áskoranir sem þeir glíma við í viðleitni sinni til að ná árangri í reksti býla sinna og annara dreifbýlisfyrirtækja,” segir forsetinn.

Umtalsverður árangur á mörgum sviðum

Auk almennrar minnkunar örbirgðar í dreifbýli þróunarríkjanna, er bent á annan mikilsverðan árangur í Skýrslunni um fátækt í dreifbýli 2011. Einkum þetta:

• Ef miðað er við fátæktarstuðulinn, að lifa á tveimur Bandaríkjadölum á dag, þá hefur hlutfall örsnauðra lækkað úr 79 af hundraði í 61 af hundraði á síðstliðnum áratug.

• Umtalsverður árangur hefur náðst í dreifbýli í Austur-Asíu – fyrst og femst Kína – þar sem fjöldi örnsauðra hefur minnkað um, um það bil, tvo þriðju á síðasta áratug eða úr 365 milljónum í 117 milljónir. Hlutfall örsnauðra hefur að sama skapi minnkað eða úr 44 af hundraði í 15 af hundraði.

Áskoranir framundan

Að þessum árangri slepptum, er ekki dregin dul á það í skýrslunni að fátækt í dreifbýli verður enn um sinn gríðarlegt vandamál í stærstum hluta þróunarríkja. Þetta á sérstaklega við í Afríku sunnan Sahara og í Suður-Asíu:

Nærri þriðjunguir örsnauðra dreifbýlisbúa eru í Afríku sunnan Sahara. Þeim hefur fjölgað úr 268 milljónum í 306 milljónir á síðasta áratug. Hlutfallið hefur að vísu minnkað úr 65 af hundraði í 62 af hundraði en er það hæsta í nokkrum heimshluta.

Fátækt í dreifbýli hefur minnkað örlítið hlutfallslega í Suður-Asíu en þar býr mestur fjöldi dreifbýlisfátæklinga í heiinum eða um fimm hundruð millónir. Fjórir fimmtu hlutar allra örsnauðra í Suður-Asíu búa í dreifbýli.

Loftslagsbreytingar munu auka erfiðleika í landbúnaði á mörgum stöðum. Í skýrslunni eru afleiðingar loftslagsbreytinga taldar munu standa í vegi fyrir viðleitni við að draga úr dreifbýlisfátækt í þessum heimshlutum og á heimsvísu.

Að auki, segir í skýrslunni, “er of áhættusamt og óarðbært fyrir flesta smábændur í þróunarríkjum að hasla sér völl á markaði með landbúnaðarvörur. Ástæðurnar eru lítil fjárfesting í landbúnaði, skortur á nauðsynlegum mannvirkjum í dreifbýli, ónóg framleiðslu- og fjármálaþjónusta og álag á nátturulegar auðlindir; sérstaklega land og vatn og aukin samkeppni um notkun þeirra.”

Tækifæri til að hraða framþróun

altEngu að síður er einnig tíundað í skýrslunni að miklar breytingar á markaði með landbúnaðarvörur, auk nýrra tækifæra á öðrum sviðum efnahagslífsins en þeim sem byggja á landbúnaði, glæða vonir um að miklum árangri megi ná í baráttunni við fátækt í dreifbýli. Í þessu samhengi má nefna að eftirspurn eftir hágæða matvöru eykst í takt við hraðan vöxt þéttbýliskjarna, auk þess sem markaðir fyrir landbúnaðarvörur stækka og eru betur skipulagðir til að koma til móts við aukna eftirspurn.

“Sá heimur sem dreifbýlisfólk býr í er að breytast mjög hratt og það skapar ýmis ný tækifæri,” segir Ed Heinemann hjá IFAD sem stýrði teyminu sem skrifaði skýrsluna. “Ef dreifbýlistfólkið á að vera í stakk búið til að takast á við vandamálin sem það glímir við og nýta sér tækifærin, verða ríkisstjórnir og samstarfsaðilar þeirra að gera mun meira til að styðja við bakið á dreifbýlinu; fjárfesta, efla innviði og stjórnun og gera dreifbýlið ákjósanlegri stað til að búa og stunda atvinnurekstur.”

Heinemann telur að hvers kyns áætlanir um að draga úr fátækt í dreifbýli verði að byggja á skilningi á því hvernig hægt sé að hjálpa dreifbýlisfólki að forðast og stýra aðsteðjandi hættum. Þetta geta verið hvort heldur sem verið viðvarandi hætta af heilsufarsástæðum eða náttúruhamfarir eða nýjar áskoranir sem tengjast ágangi á náttúrulegar auðlindir, afleiðingar loftslagsbreytinga, aukin óvissa um aðgang að landi og meiri sveiflur í verðlagi á matvælum.

“Hækkanirnar á matvælaverði í heiminum fyrir nokkrum árum vöktu menn óþyrmilega til vitundar um að hærra og sveiflukenndara matarverð gæti verið komið til að vera sökum fjölgunar jarðarbúa og fólksflutninga til borga,” segir Nwanze. “En þetta getur líka haft í för með sér að landbúnaður í smáum stíl, geti verið leið dreifýlisfólks í þróunarlöndum út úr fátækt og orðið hluti af lausninni í glímunni við að tryggja matvælaöryggi heimsins. Til þess að svo megi verða, þarf landbúnaðurinn að vera framleiðinn, með góðan rekstur að leiðarljósi og vera vel tengdur nútíma mörkuðum.”

Skýrslan um fátækt í dreifbýli 2011 var unnin með styrk frá ríkisstjórnum Ítalíu, Hollands, Svíþjóðar og Sviss og Arabísku miðstöð rannsókna á þurrum svæðum.

Upplýsingar:

David St. John              Jessica Thomas

Sími: +39 06 5459 2623            Sími: +39 06 5459 2215 
Farsími +1 315 396 9590            [email protected]
[email protected]

 Alþjóðaþróunarsjóður landbúnaðarins (The International Fund for Agricultural Development (IFAD)) vinnur með fátækum í dreifbýli í því skyni að hjálpa þeim að framleiða og selja meiri matvöu, auka tekjur sínar og ná tökum á tilveru sinni. IFAD hefur fjárfest meir en 12 milljarða Bandaríkjadala í styrkjum og lágvaxta lánum til þróunarríkja og stuðlað að því að 360 milljónir manna hafa brotist út úr fátækt. IFAD er alþjóðleg fjármálastofnun og sérhæfð stofnun Sameinuðu þjóðanna með höfuðstöðvar í Róm- miðstöð matvæla- og landbúnaðarstarfs Sameinuðu þjóðanna. Innan stofnunarinnar starfa saman 165 ríki frá OPEC, samtökum olíuframleiðsluríkja, öðrum þróunarríkjum og OECD, Efnahags og samvinnustofnuninni.