Mannréttindaráðið ræðir kóranbrenninu í Stokkhólmi

0
86
Ramadan
Kóraninn. Mynd: Ashkan Forouzani/Unsplash

Íslam. Kóraninn. Bandalag siðmenninga. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna hefur verið boðað til fundar 11.júlí til að ræða kóranbrenninu í Stokkhólmi í síðasta mánuði.

Til fundarins er boðað til að ræða „trúarlega hatursaðgerðir á opinberum vettvangi svo sem ítrekaðar vanhelganir hins helga kórans,“ eins og segir í fundarboði. Það er Pakistan, fyrir hönd Samtaka íslamskra ríkja, sem fór þess á leit að málið yrði rætt á aukafundi.

Grænland Mannrétindi Frumbyggjar
Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. UN Photo

 Áður hafði fulltrúi Sameinuðu þjóðanna hefur fordæmt að kveikt skuli hafa verið í síðum úr kóraninum fyrir utan mosku í Stokkhólmi.  Miguel Moratinos oddviti Bandalags siðmenninga (UNAOC, UN Alliance of civilizations)

Miguel Moratinos sagði í yfirlýsingu að með þessum verknaði hafi múslimum verið sýnt mikið virðingarleysi á einni af stærstu trúarhátíðum sínum, fórnarhátíðinni Eid al-Adha.

Miguel Ángel Moratinos, forstöðumaður Bandalags siðmenninga. Mynd: UN Photo

Moratinos lagði áherslu á mikilvægi tjáningarfrelsis, en sagði að „eyðilegging helgra bóka,  guðshúsa og trúartákna væri óásættanleg og gæti leitt til ofbeldisverka.“  

Lagður var eldur að kóraninum við mosku í Stokkhólmi miðvikudaginn 28.janúar við upphaf Eil al-Adha og var lögregla til staðar. Eil al-Adha er ein mikilvægasta trúarhátíð í íslamskri trú og er haldin á sama tíma og pílagrímsferðir eru farnar til Mekka. 

Fjölmörg múslimaríki fordæmdu kóranbrennuna, þar á meðal Tyrkland, Jórdanía, Palestína, Sádi-Arabíu, Marokkó, Írak, Íran, Pakistan, Senegal, Marokkó og Marítanía.

(Birt 29.júní, uppfærð með boðun fundar Mannréttindaráðsins 6.júlí)