WHO hefur vaxandi áhyggjur af hugsanlegum fluglafensufaraldri

0
10
WHO segir að líta beri á það að fuglaflensa berast frá fuglum til manna sem alvarlega ógnun við lýðheilsu
WHO segir að líta beri á það að fuglaflensa berast frá fuglum til manna sem alvarlega ógnun við lýðheilsu. Mynd: © World Bank/Charlotte Kesl

Fuglaflensa. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) telur ástæðu til að hafa alvarlegar áhyggur af smiti fuglaflensu til spendýra, þar á meðal manna.

Dr. Jeremy Farrar aðalvísindamaður WHO bendir á að dánartíðni hafi verið „einstaklega há” hjá þeim hundruð manna sem hafi sýkst af fuglaflensunni (H5N1) í heiminum hingað til.

Til þessa hefur ekkert tilfelli verið greint þar sem H5N1 hefur smitast á milli manna.

„H5N1 er inflúensa, sem þreifst fyrst og fremst í fiðurfé og öndum en hefur á síðustu einu eða tveimur árum breiðst út til annara dýrategunda og orðið að heimsfaraldri á meðal dýra” sagði hann.

„Smitið hefur í sívaxandi mæli borist frá öndum og kjúklingum til annara spendýra. Okkar mestu áhyggjur snúast um að veiran þróist í leiðinni og geti smitað menn. Og fyrst og fremst nái að smitast á milli manna,“ segir Farrar.

Kýr á beit nærri olíuborun í Texas í Bandaríkjunum. Mynd: Unsplash/Donald Giannatti
Kýr á beit nærri olíuborun í Texas í Bandaríkjunum. Mynd: Unsplash/Donald Giannatti

Ráðgátan um smitaða nautgripi

Farrar segir bráðnauðsynlegt að heilbrigðisyfirvöld fylgist enn betur með og rannsaki hvernig H5N1 veiran hefur borist til mólkurkúa í Bandaríkjunum.

„Myndast úði þegar kýrnar eru mjólkaðar? Snýst þetta um það umhverfi sem þær búa í? Breiðist veiran út með samgöngum um landið? Þetta er áhyggjuefni og okkur ber að tryggja jafnan aðgang að bóluefni, meðferðarúrræðum og greiningu ef H5N1 fer að berast frá manni til manns.”

 Aðalvísindamaðurinn varaði við því að þróun bóluefnis hefði ekki náð eins langt og æskilegt væri.”  

Í stakk búin fyrir næsta faraldur

Á sama tíma hefur Alþjóða heilbrigðismálastofnunin tilkynnt að stofnunin hafi uppfært samræmd fræðiheiti um sýkla sem berast með andrúmslofti til að freista þess að efla alþjóðlega samvinnu til að takast á við nýjan – og viðbúinn- heimsfaraldur.

Kveikja þessa starf var sú að þegar COVID-19 herjaði á heimsbyggðinga voru brögð að því að ekki væri samkomulag um hvaða heiti bæri að nota innan heilbrigðiskerfa og á meðal vísindamanna.