Fimm hlutir sem þú vissir (sennilega) ekki um kínverska tungu

0
49
Margar ólíkar mállýskur rúmast innan kínverskunnar.
Margar ólíkar mállýskur rúmast innan kínverskunnar. Mynd: Unsplash/Stephen Yu

Kínverska.

Dagur kínverskrar tungu er haldinn ár hvert 20.apríl. 

Vissir þú þetta um kínversku?

  1. Nærri fimmti hver jarðarbúa hefur kínversku, með einum eða öðrum hætti, að móðurmáli.

1.3 milljarður er kínverskumælandi eða 16% heimsbyggðarinnar.

Dagur kínverskrar tungu er einnig dagur sagnfræðingsins Cangiie, sem sagður er hafa fundið upp kínverska letrið.
Dagur kínverskrar tungu er einnig dagur sagnfræðingsins Cangiie, sem sagður er hafa fundið upp kínverska letrið. Mynd
Unsplash/Mitchell Luo

2. „Kínverska er í raun ekki eitt tungumál

Kínverska er í raun og veru ekki eitt tungumál heldur hópur skyldra mála, sem sum hver skiljast trauðla innbyrðis. En þar sem munurinn á milli mállýskna og tungumáls er nokkuð óljós er venjan að tala um kínversku sem tungumál með mörgum mállýskum.

Kínverska.
Kínverska.

3.Kínversku táknin eru ekki stafróf

 Rituð kínverska byggir á táknkerfi þar sem hvert tákn hefur eigin merkingu. Ýmist eru táknin eitt grunntákn eða eru sett saman úr fleiri en einu grunntákni.  Upphaflega voru kínversku táknin eingöngu myndtákn en eru nú blanda af mynd- og hljóðmáli.

4. Tvenns konar ritað mál

Tvenns konar opinber ritmál rúmast innan kínversku. Annað þeirra er hefðbundin kínverska en hitt er einfölduð kínverska. Hefðubundna málið er aðallega notað á Tævan, í Hong Kong og Makaó. Einfaldaða kínverskan er notuð í Singapore og á meginlandi Kína.

Einfaldað kínverskt ritmál er notað á meginlandi Kína og í Singapore.
Einfaldað kínverskt ritmál er notað á meginlandi Kína og í Singapore. Unsplash/Zhang Kaiyv

5.Kínverska hefur verið opinbert mál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna frá 1946.   

Hins vegar var kínverska ekki mikið notuð fyrstu árin. Þetta breyttist hins vegar þegar Kínverska alþýðuveldið tók sæti í Sameinuðu þjóðunum (í stað Tævan) árið 1971.

Cang Jie eða Cangjie.
Cang Jie eða Cangjie. Mynd: Wikimedia Commons

Dagur kínverskrar tungu er haldinn sama dag og Kínverjar heiðra minningu Can Jie, sagnaritarans sem sagður er hafa skapað kínverska letrið.

Sagan segir að hann hafi verið fereygður og haft jafnmarga lærisveina. Goð og framliðnir grétu þegar hann hafði skapað letrið og hirsi rigndi úr himni.

Kínverska er eitt af opinberum málum Sameinuðu þjóðanna og einu sinni á ári er kastljósinu beint að hverju og einu opinberu málanna í því skyni að efla fjöltungustefnuna, menningarlega fjölbreytni og leggja áherslu á jafna notkun allra málanna.  Sex opinber mál eru hjá samtökunum; arabíska, enska, franska, kínverska, rússneska og spænska.