Yfirgnæfandi meirihluti Allsherjarþingsins krefst afnáms viðskiptabanns á Kúbu

0
12
Úrslit atkvæðagreiðslunnar á Allsherjarþinginu í gær. Mynd: UN Photo/Evan Schneider
Úrslit atkvæðagreiðslunnar á Allsherjarþinginu í gær. Mynd: UN Photo/Evan Schneider

Kúba. Viðskiptabann. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti með þorra atkvæða í gær ályktun um að Bandaríkjamönnum bæri að binda enda á efnahags og viðskiptaþvinganir gegn Kúbu. Alls greiddu 187 af 193 aðildarríkjum atkvæði með tillögunni en aðeins Bandaríkin og Ísrael greiddu atkvæði gegn henni. Úkraína sat hjá.

Viðskiptabannið hefur verið í gildi frá árinu 1960. Allsherjarþingið lýsti áhyggjum sínum að þrátt fyrir samþykkt svipaðra ályktana allt frá árinu 1992, væru „efnahags, viðskiptalegar og fjárhagslegar þvinganir gegn Kúbu enn í gildi.“ Enn liðu Kúbverjar jafnt í heimalandinu sem erlendis fyrir þessar aðgerðir.

Hert á aðgerðum frá 2017

Allsherjarþingið minnti á að Barack Obama hefði í forsetatíð sinn i í Bandaríkjunum dregið úr viðskiptabanninu, en frá 2017 hefði þeim verið beitt af enn meiri hörku.
Allsherjarþingið ítrekaði að aðildarríkjum bæri að forðast lög af þessu tagi í samræmi við skuldbindingar þeirra í stofnsáttamála Sameinuðu þjóðanna í og alþjóðalög. Ályktunina má sjá hér í heild.