Þrælasala: Ein myrkasta stund sögunnar

0
570
ChildreninHaiti main

ChildreninHaiti main

23.ágúst 2016. Meir en 15 milljónir karla, kvenna og barna voru fórnarlömb þrælasölunnar yfir Atlantshafið á 400 ára tímabili, sem er ein myrkasta stund mannkynssögunnar.

MultimediaExhibitonTransatlanticSlaveTradeAðfararnótt 23.ágúst 1791 gerðu karlar og konur sem hneppt höfðu verið í þrældóm í Afríku uppreisn gegn þrælahaldi á eynni Saint-Domingue sem nú heitir Haítí. Uppreisnin kom af stað bylgju sem um síðir leiddi til afnáms þrælasölu.

Árið 1997 ákvað UNESCO, Mennta,- vísinda,- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna að helga 23.ágúst ár hvert minningu allra þeirra sem börðust fyrir frelsi. Alþjóðadegi til minningar um þrælasölu og afnáms hennar er ætlað að segja sögu þessa fólks og heiðra gildi þeirra.

Árangur uppreisnarinnar, sem þrælarnir sjálfir stýrðu, er enn þann dag í dag innblástur fyrir marga slavetrademapsem berjast gegn hvers kyns þrælkun, kynþáttafordómum, kynþáttamismunun og félagslegu óréllæti sem eru arfur þrælahalds.

Alþjóðadagurinn er einnig tækifæri til að minna má markmið Alþjóðaáratugar fólks af afrískum uppruna sem Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti og stendur yfir frá 2015 til 2024.

Myndir: Börn sitja fyrir við búðir fyrir uppflosnað fólk á Haítí. UN Photo/Logan Abassi.
Hlekkir sem notaðir voru á þræla, til sýnis í höfðustöðvum Sameinuðu þjóðanna 2012. UN Photo/Mark Garten.
Yfirlit yfir þrælasölu frá Afríku 1500Þ David Eltis and David Richardson, Atlas of the Transatlantic Slave Trade (New Haven, 2010)