40% Úkraínubúa þurfa mannúðaraðstoð í fimbulkulda

0
12
Odesa hafnarborgin við Svartahafið í suðurhlulta Úkraínu hefur orðið fyrir flugskeytaárásum að undanförnu. Mynd:   UNOCHA/Alina Basiuk
Odesa hafnarborgin við Svartahafið í suðurhluta Úkraínu hefur orðið fyrir flugskeytaárásum að undanförnu. Mynd:   UNOCHA/Alina Basiuk

Úkraína. Innrás Rússa.  Milljónir manna í þúsund bæjum og borgum í Úkraínu eru án rafmagns nú þegar allt að sextán stiga frost herjar á  landið. Þeir sem búa nærri víglínunni verða verst fyrir barðinu á ástandinu.

1.7 milljón manna fær lífsnauðsynlega vetraraðstoð frá að sögn mannúðarstofnana Sameinuðu þjóðanna.

Nú, nærri tveimur árum eftir innrás Rússa í Úkraínu eru óbreyttir borgarar drepnir og særðir á hverjum degi.

Samkvæmt nýju stöðumati OCHA, Samræmingarskrifstofu mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, munu 14.6 milljónir eða 40% Úkraínubúa þurfa mannúðaraðstoð á þessu ári.

Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) segir að 6.3 milljónir Úkraínubúa hafi flúið land vegna stríðsins.

Sextán stiga frost

„Auk ofbeldisins glímir Úkraína við kaldan vetur. Umfangsmikil mannúðaraðstoð er því jafn nauðsynleg nú og nokkru sinni fyrr,“ sagði talsmaður OCHA Jens Lærke á fundi með blaðamönnum í Genf.

Ástandið er sérstaklega alvarlegt vegna þess að stórir hluta höfuðborgarinnar, Kænugarðs, eru rafmagnslausir.  Á sama tíma hefur hitastigið mælst 16 stiga frost að næturlagi og 12 að degi undanfarna daga.

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur bent á að mörg börn í höfuborginni eigi engra annara kosta völ en eyða nóttum í jarðlestarstöðvum.

Á mánduag 15.janúar munu OCHA of Flóttamannahjálpin kynna áæltanir um ða koma nauðstöddum til hjálpar í Úkraínu á þessu ári.