Leghálskrabbamein: stefnt að 90% HPV bólusetningu – 70% skimun

0
10
Vitundarvakning um leghálskrabbamein
Vitundarvakning um leghálskrabbamein. Mynd Angiola Harry /Unsplash

Mánuður vitundarvakningar um leghálskrabbamein. Þótt hægt sé að koma í veg fyrir að leghálskrabbamein þróist og veita meðferð við því, veldur það miklum usla sérstaklega í lág- og meðaltekjuríkjum í heiminum, en þar eru 90% tilfella og dauðsfalla.

Nú stendur yfir mánuður vitundarvakningar um leghálskrabbamein
Nú stendur yfir mánuður vitundarvakningar um leghálskrabbamein

Rúmlega 600 þúsund konur í heiminum greindust með leghálskrabbamein, sem dró 342 þúsund til dauða árið 2020. Markmið vitundarvakningarmánaðarins er að skipst sé á upplýsingum byggðum á staðreyndum, HPV bólusetningar efldar og skimun. Þetta er í samræmi við  stefnumið Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um að uppræta leghálskrabbamein sem lýðheilsuvanda fyrir 2100. Til þess þurfa ríki að ná tíðni þess niður fyrir 4 ný tilfelli á hverjar 100 þúsund konur.

 

90-70-90

Þetta metnaðarfulla markmið hvílir á þremur stoðum:

  • Bólusetning: að tryggt verði að 90% stúlkna fái fulla HPV bólusetningu fyrir 15 ára aldur.
  • Skimun: Að 70% kvenna séu skimaðar fyrir 35 ára aldur og aftur fyrir 45.
  • Meðferð: Að 90% kvenna með forstigs krabbamein og 90% kvenna með ífarandi krabbamein fá skilvirka meðferð.

Þýðngarmikið er að hvert einasta ríki nái þessum 90–70–90 markmiðum fyrir 2030. Með síkum áætlunum er ætlunin að markmiðið um að uppræta leghálskrabbamein náist fyrir aldarlok.

Til að fræðast nánar um Vitundavakningarmánuð um leghálskrabbamein 2023 og leggja málinu lið er bent á twitter reikning Alþjóðlegrar stofnunar um rannsóknir á leghálskrabbamein (IARC) á vettvangi Alþjóða heilbrigðismálastofunarinnar.

IARC (@IARCWHO) / X (twitter.com)

Sjá einnig hér og hér