Að leysa meiri háttar milliríkjadeilur

0
636
75 dæmi um að SÞ skipti sköpum

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum (22) ??

SÞ75 logo

Alþjóðadómstóllinn hefur greitt fyrir lausn milliríkjadeilna með því að kveða upp dóma og gefa ráðgefandi álit. Þau mál sem hafa komið til kasta hans snúast um deilur um landsvæði, afmörkun hafsvæða, diplómatísk tengsl, ábyrgð ríkja, meðferð útlendinga og beitingu valds, svo eitthvað sé nefnt.

Hlutverk dómstólsins

Hlutverk dómstólsins er að kveða upp úr um deilur sem ríki skjóta til hans í samræmi við alþjóðalög. Auk þess gefur hann ráðgefandi álit um lagaleg álitaefni sem til þess bærar stofnanir Sameinuðu þjóðanna óska eftir.

15 dómarar skipa dóminn og eru þeir kosningr til níu ára af Allsherjarþingi og Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Opinber mál dómsins eru enska og franska.

Að stuðla að friði

Ein helsta orsök stofnunar Sameinuðu þjóðanna var viljinn til að forðast eyðileggingu tveggja heimstyrjalda. Frá upphafi hafa Sameinuðu þjóðirnar oft verið kvaddar til þegar hætta hefur verið á að deilur stigmagnist og stríð brjótist út. Einnig að greiða fyrir friði eftir að átök brjótast út og hlúa að varanlegum firði í samfélögum sem rísa upp úr öskustó styrjalda.

Sjá nánar:   https://www.un.org/un70/en/content/70ways/index.html

UN75