Að hjálpa fórnarlömbum náttúruhamfara

0
652
Náttúruhamfarir

?? 75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna– 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum (23) ??

SÞ75 logo

 

 

 

Þegar náttúruhamfarir verða og neyðarástand skapast, stilla Sameinuðu þjóðirnar strengi og koma aðstoð til fórnarlamba.

Sameinuðu þjóðirnar vinna náið með ríkisstjórnum, Rauða krossinum/hálfmánanum, helstu hjálparsamstökum og fjárveitendum að því að koma neyðaraðstoð til bágstaddra. Á hverju ári safna Sameinuðu þjóðirnar andvirði milljarða Bandaríkjadala til að koma fórnarlömbum til hjálpar.

Þegar náttúruhamfarir eða neyðarástand ríða yfir kemur Sameinuðu þjóða-kerfið til hjálpar með því að flykja liði borgarlegs samfélags, atvinnulífsins og annara og samhæfa aðgerðir, tala máli þurfandi hópa og efla forvarnir og undirbúning.

Alþjóðlegt viðbragðskerfi

Hamfaramat og samhæfingasetur Sameinuðu þjóðanna (The United Nations Disaster Assessment and Coordination (UNDAC) er hluti af alþjóðlegu viðbragðskerfi vegna skyndilegra áfalla.  UNDAC var stofnað árið 1993. Hlutverk stofnunarinnar er að veita bráðahjálp á fyrstu stigum þegar hamfarir ríða yfir. UNDAC aðstoðar einnig við samhæfingu þegar verið er að koma aðstoð á staðinn eða á vettvangi.

UNDAC hefur á liði að skipta sem hægt er að beita með skömmum fyrirvara (12-48 stundum) hvar sem er í heiminum. Liðsveitirnar standa til boða án endurgjalds ef OCHA (Samhæfingarskrifstofa mannúðarmála Sameinuðu þjóðanna) eða viðkomandi ríkisstjórnir fara fram á liðveislu þeirra.

Sjá nánar hér: https://www.un.org/un70/en/content/70ways/index.html

UN75