Að þjóna heiminum sem hugveita

0
644
75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna
Mynd: Unsplash/ Mari Helin

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum (51) ??

Sameinuðu þjóðirnar eru í framvarðasveit í rannsóknum í leit að lausnum á hnattrænum vandamálum.

SÞ75 logo

Þannig er Mannfjöldadeild Sameinuðu þjóðanna þýðingarmikil uppspretta upplýsinga og rannsókna  í fremstu röð um þróun mannfjölda í heiminum. Deildin birtir mat og uppfærðar spár um fólksfjölgun í heiminum.

Tölfræðideild Sameinuðu þjóðanna er höfuðmiðstöð tölfræði í heiminum. Hún  safnar saman og kemur á framfæri tölfræði um fólksfjölgun, efnahags-, félags-, kynja-, umhverfis-, og orkumá.

Árleg skýrsla Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) um mannlega þróun er víðlesin en hún er þekktust fyrir lífskjaralistann. Hún hefur að geyma óháða greiningu á helstu þróunarmálefnum, straumum og stefnum.

Upplýstar ákvarðanir

Margar skýrslur Sameinuðu þjóðanna sem birtar eru með reglulegu millibili liggja til grundvallar þegar stjórnendur taka upplýstar ákvarðanir um stefnumótumm. Má nefna yfirlit stofnunarinnar um efnahag og félagsmál í heiminum ( The United Nations World Economic and Social Survey) skýrslu Alþjóðabankans um þróunarmál (the Word Bank’s World Development Report), og skýrsla Alþjóða gjaldeyrissjóðsins um efnahagshorfur í heiminum ( the International Monetary Fund’s World Economic Outlook).

#MótumFramtíðOkkar #UN75