Suðurhvelið sækir í sig veðrið

0
522

 

HDR 2013

14. mars 2013. Þróun í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku hefur haft í för með sér gríðarlega minnkun fátæktar og fjölgun í millistétt.

Vöxtur ríkjanna á suðurhelmingi jarðar hefur í för með sér róttæka umbreytingu heimsins á 21. öld þar sem þróunarríki standa undir hagvexti sem hrifið hefur hundruð milljóna manna úr klóm fátæktar og skipað milljörðum manna í raðir nýrrar millistéttar. Þetta er niðurstaða Þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna 2013.

 “Vöxtur ríkjanna í suðri á sér hvorki hliðstæðu hvað varðar umfang né hraða,” segir í skýrslunni. “Aldrei fyrr í sögunni hafa lífsafkoma og framtíðarvonir svo margra breyst svo mikið og svo hratt,” segir í skýrslunni sem Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) tekur saman árlega. Þessi þróun nær vel út fyrir ramma svokallaðs BRIK ríkjahóps (Brasilía, Rússland, Indland og Kína). Í skýrslunni er sýnt fram á að í meir en 40 þróunarríkjum hafi viðmið um mannlega þróun hækkað mun meir en búist hafði verið við.

Þennan árangur má þakka varanlegri fjárfestingu í menntun, heilsugæslu og félagslega geiranum, auk virkrar þátttöku í samskiptum við sífellt innbyrðis tengdari heim. Þetta sögulega ferli hefur skapað möguleika fyrir ríki suðurs og norðurs til að eiga samskipti á nýjan hátt í því skyni að auka mannlega þróun og takast á við sameiginleg vandamál á borð við loftslagsbreytingar, að því er fram kemur í skýrslunni. Ríki um allan suðurhluta heims eiga í auknum samskiptum á sviðið viðskipta, tækni og stefnumótunar við ríki í norðri, en ríkin í norðri líta til suðurs í vaxandi mæli til að finna samstarfsaðila til að auka hagvöxt og þróun.

Helen Clark, forstjóri UNDP, Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna og Enrique Peña, forseti Mexíkó kynntu skýrsluna sem ber heitið: Uppgangur suðursins: Mannleg þróun í fjölbreyttum heimi í Mexíkóborg 14. Mars. “Suðrænu ríkin eru í fyrsta skipti í margar aldir uppspretta hagvaxtar og félagslegra breytinga í heiminum,” segir í skýrslunni.

Dæmi:

• Kína og Indland hafa tvöfaldað efnahagsframleiðslu á mann á minna en 20 árum. Þetta er tvöfalt hraðar en gerðist á tímum iðnbyltingarinnar í Evrópu og Norður-Ameríku. “Iðnbyltingin snerti ef til vill hundrað milljónir manna en þessi saga snýst um milljarða manna”, segir Khalid Malik, aðalhöfundur skýrslunnar í ár.

• Frá og með 2020, mun samanlögð framleiðsla þriggja helstu hagkerfa suðursins; Kína, Brasilíu og Indlands, fara fram úr samanlagðri framleiðslu Bandaríkjanna, Þýskalands, Bretlands, Frakklands, Ítalíu ogt Kanada.

• Efir því sem lífskjör batna á suðurhveli jarðar, hefur hlutfall þess folks sem býr við sárustu fátæktina minnkað úr 43% jarðarbúa árið 1990 í 22% árið 2008. Þar af hafa fimm hundruð millljónir brotist út úr fátæktargildrunni í Kína. Með þessu hefur Þúsaldarmarkmiðum um þróun verið náð hvað varðar minnkun fátæktar. Í þeim var stefnt að því að helminga fjölda þeirra sem lifðu á 1.l5 Bandaríkjadal eða minna á dag fyrir 2015.

• Alþjóðlegar stofnanir hafa ekki fylgt þessari þróun. Kína er annað stærsta hagkerfi heims og býr yfir mestum gjaldeyrisvaraforða heims, en hefur aðeins 3.3% hlut í Alþjóðabankanum en Frakkland til dæmis hefur 4.3% . Indland sem verður brátt fjölmennasta ríki heims hefur ekki fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Í Afríku eru 54 sjálfstæð ríki og þar býr einn milljarður manna en álfan hefur lítil áhrif í flestum alþjóða stofnunum.