Áhrif loftslagsbreytinga „óafturkræfar“

0
525

climate change

31.mars 2014. Áhrif loftslagsbreytinga verða að öllum líkindum „alvarleg, viðvarandi og óafturkræf“ segir í nýrri skýrslu Nóbelsverðlaunahafanna í IPCC.

Hlutar heimsins verða óbyggilegir ef hiti á jörðinni hækkar um 4 gráðar. Áhrif loftslagsbreytinga teygja anga sinna til allra meginlanda og allra úthafa. Svokölluð Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) skilað nýrri skýrslu þar sem þessu er slegið föstu og bent á að jarðarbúar séu að mörgu leyti illa undirbúnir til að takast á við loftslagsbreytingar. 

„Enginn jarðarbúi verður ósnortinn af afleiðingum loftstlagsbreytinga,“ sagði Rajendra Pachauri, formaður IPCC á blaðamananfundi þegar nýja skýrslan var kynnt eftir viku yfirlegu vísindamanna í Yokohama í Japan.

Skýrslan er talin viðamesta úttekt til þess á afleiðingum loftslagsbreytinga á jörðinni. Alls eru skýrsluhöfundar 309 talsins frá 70 ríkjum. Þeir sóttu liðsstyrk til 436 meðhöfunda og alls komu að auki 1.729 óháðir sérfræðingar og embættismenn ríkja að verkinu. Verkið tók þrjá ár, er 2.600 blaðsíður og er í 32 bindum.

Sjá nánar um hvernig loftslagsnefndin starfar hér.