Aldrei reynt jafnmikið á þolrif Sameinuðu þjóðanna

0
301
Dagur Sameinuðu þjóðanna
Mynd: UN Photo / Cia Pak

Dagur Sameinuðu þjóðanna. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að aldrei hafi reynt jafn mikið á þolrif samtakanna og nú í 77 ára sögu þeirra

Í ávarpi í tilefni af degi Sameinuðu þjóðanna 24.október segir aðalframkvæmdastjórinn að Sameinuðu þjóðirnar hafi verið skapaðar til þess að vekja von.

„Það var von – og einurð – um að hægt væri að snúa heimsófriði í samvinnu á heimsvísu í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar.

Dagur Sameinuðu þjóðanna
Mynd: UN Photo/Mark Garten

Aldrei hafa samtökin okkar staðið frammi fyrir slíkri þolraun og nú. En Sameinuðu þjóðirnar voru skapaðar fyrir aðstæður á borð við þessar.”

Dagur Sameinuðu þjóðanna er haldinn árlega 24.október. Þann dag 1945 gekk Stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna í gildi eftir að Kína, Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Sovétríkin höfðu staðfest hann.

Endurvekjum vonina

 „Nú meir en nokkru sinni fyrr, þurfum við á því að halda að blás lífi í gildi og grundvallarsjónarmið Sáttmála Sameinuðu þjóðanna í öllum heimshornum. Það gerum við með því að koma á friði og binda enda á átök sem stofna í hættu mannslífum framtíð og framförum heimsins. Við gerum það með því að útrýma örbirgð, draga úr ójöfnuði og bjarga Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun.“

Dagur Sameinuðu þjóðanna
António Guterres. Mynd:
UN Photo/Eskinder Debebe

Guterres sagði að uppræta yrði fíknina í jarðefna-eldsneyti og hraða þeirri byltingu sem notkun endurnýjanlegra orkugjafa fæli í sér. Einnig lagði hann áherslu á mikilvægi kvenfrelsis og mannréttinda allra.

„Nú þegar við höldum Dag Sameinuðu þjóðanna, skulum við endurvekja vonina og sannfæringuna um að mannkyninu séu allir vegir færir, ef við tökum höndum saman um allan heim,“ sagði Guterres.