Ísland tekur þátt í Allsherjarþinginu að heiman

0
774
Allsherjarþing
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ávarpar Allsherjarþingið fyrir ári. Að þessu sinni verður ávarp hans flutt af myndbandi.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ávarpaði í gær fund um málefni hinsegin fólks sem haldinn var í tengslum við 75. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í New York. Vegna heimsfaraldursins sækja íslenskir ráðamenn ekki allsherjarþingið að þessu sinni. Þeir taka þátt með aðstoð fjarfundarbúnaðar og myndbandsupptaka.

75. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna var sett með formlegum hætti í síðustu viku. Fer það að þessu sinni fram með blönduðum hætti vegna kórónuveirufaraldursins. Því stendur ekki til að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands taki þátt í þinginu nema í gegnum fjarfundarbúnað og með myndbandsávörpum. Fastanefnd Íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum tekur hins vegar þátt í viðburðum á staðnum.

Að venju fer fram allnokkur fjöldi funda og hliðarviðburða með þátttöku fulltrúa Íslands. Viðburðurinn um málefni hinsegin fólks í gær. Var hann haldinn á vegum sérstaks kjarnahóps um þau mál sem Ísland hlaut aðild að í maí sl. Í ávarpi sínu lagði Guðlaugur Þór áherslu á mannréttindi sem hornstein íslenskrar utanríkisstefnu. „Það er einnig mín trú að ef við ætlum að ná að hrinda í framkvæmd áætluninni um sjálfbæra þróun fyrir árið 2030. Meginmarkmiðið í mínum huga snýst um að engan megi undanskilja. Það verður að tryggja jafnrétti allra, þar á meðal hinsegin fólks um allan heim. Og engin mismunun má eiga sér stað,“ sagði Guðlaugur Þór í ávarpinu. „Uppræta þarf þá smánun og rótgrónu fordóma sem eru við lýði. Jafnframt þarf að sjá til þess að hinsegin fólk geti notið grundvallarmannréttinda og virðingar hvar sem er,“ sagði Guðlaugur Þór enn fremur.

Venju samkvæmt mun utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra ávarpa allsherjarþingið og verður upptaka með ávarpinu flutt þriðjudaginn 29. september.

(heimild: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/09/24/75.-allsherjarthing-Sameinudu-thjodanna-hafid/ )