Allsherjarþingið á netið

0
670
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna

Stærsti atburður á vegum Sameinuðu þjóðanna á hverju ári, pólitískar umræður þjóðarleiðtoga á Allsherjarþinginu fara ekki fram með sama sniði og áður vegna COVID-19 faraldursins.

Þjóðarleiðtogar geta ekki hist að máli í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna að þessu sinni. Þess í stað munu þjóðarleiðtogarnir halda ræður sínar á Allsherjarþinginu með myndbandstækni. 

COVID-19 tilfellum hefur að vísu fækkað í New York-borg þar sem höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna eru staðsettar, frá því faraldurinn herjaði hvað mest í apríl-mánuði. Hins vegar eru Bandaríkin enn í hópi þeirra ríkja þar sem flest COVID-19 tilfelli eru greind. Þá glíma fjölmörg önnur ríki við alvarlegar heilsufarslegar-, félagslegar- og efnahagslegar afleiðingar faraldursins.

Allsherjarþingið á myndbandi

Farið hefur fram á það við aðildarrikin að fulltrúi þeirra muni taka upp fyrirfram myndband og koma því til skila. Fulltrúi hvers ríkis mun fylgja því úr hlaði úr ræðustól Allsherjarþingsins.

Sami háttur verður hafður á í sérstökum fundum þingsins.Þar á meðal á hátíðarfundi  í tilefni af 75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna. Einnig á þemafundum um málefni á borð við fjölbreytileika lífríkisins og Alþjóðlegan dag um upprætingu kjarnorkuvopna.

Ákvörðun um að taka upp fyrirfram ræðurnar var tekin á Allsherjarþinginu á miðvikudag með svokallaðri “þögulli aðferð”. Hún felst í að aðildarríki hafa 72 tíma til að andmæla eða koma með aðrar tillögur. Ef engine andmæli berast mun forseti Allsherjarþingsins kynna niðurstöðuna bréflega.

Hliðaratburðir á borð við Loftslagsvikuna í New York verða haldnir með sama hætti.