A-Ö Efnisyfirlit

Allsherjarþingið á netið

Stærsti atburður á vegum Sameinuðu þjóðanna á hverju ári, pólitískar umræður þjóðarleiðtoga á Allsherjarþinginu fara ekki fram með sama sniði og áður vegna COVID-19 faraldursins.

Þjóðarleiðtogar geta ekki hist að máli í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna að þessu sinni. Þess í stað munu þjóðarleiðtogarnir halda ræður sínar á Allsherjarþinginu með myndbandstækni. 

COVID-19 tilfellum hefur að vísu fækkað í New York-borg þar sem höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna eru staðsettar, frá því faraldurinn herjaði hvað mest í apríl-mánuði. Hins vegar haeru Bandaríkin enn í hópi þeirra ríkja þar sem flest COVID-19 tilfelli eru greind. Þá glíma fjölmörg önnur ríki við alvarlegar heilsufarslegar-, félagslegar- og efnahagslegar afleiðingar faraldursins.

Allsherjarþingið á myndbandi

Farið hefur fram á það við aðildarrikin að fulltrúi þeirra muni taka upp fyrirfram myndband og koma því til skila. Fulltrúi hvers ríkis mun fylgja því úr hlaði úr ræðustól Allsherjarþingsins.

Sami háttur verður hafður á í sérstökum fundum þingsins, þar á meðal á hátíðarfundi  í tilefni af 75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna, en einnig á þemafundum um málefni á borð við fjölbreytileika lífríkisins og Alþjóðlegan dag um upprætingu kjarnorkuvopna.

Ákvörðun um að taka upp fyrirfram ræðurnar var tekin á Allsherjarþinginu á miðvikudag með svokallaðri “þögulli aðferð”, en hún felst í að aðildarríki hafa 72 tíma til að andmæla eða koma með aðrar tillögur. Ef engine andmæli berast mun forseti Allsherjarþingsins kynna niðurstöðuna bréflega.

Hliðaratburður á borð við Loftslagsvikuna í New York verða haldnir með sama hætti.

Fréttir

Frumbyggjar: Sanneiksnefndir og aukinn áhugi

Áhugi á frumbyggjum Norðurlanda hefur aukist verulega jafnt í alþjóðamálum sem menningum og listum á undanförnum áratugum. Annars vegar Inúitar á Grænlandi og hins vegar Samar í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og raunar einnig Rússlandi teljast til frumbyggja. Stjórn Grænlendinga í eigin málum hefur farið vaxandi og sannleiks- og sáttanefndir hafa verið stofnaðar eða eru í undirbúningi um málefni Sama í öllum þremur Norðurlanda þar sem þeir búa. 9.ágúst er alþjóðlegur dagur frumbyggja.

SÞ taka virkan þátt í hjálparstarfi í Líbanon

Sameinuðu þjóðirnar vinna náið með yfirvöldum í Líbanon við að takast á við afleiðingar...

Tími kominn til að binda enda á kjarnorkuvána

Þess er minnst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að 75 ár eru liðin frá kjarnorkuárásunum á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki. Í myndbands-ávarpi í dag vottaði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fórnarlömbum árásanna virðingu sína og lauk lofsorði á eftirlifendur og baráttu þeirra gegn kjarnorkuvopnum.

Þurfum meira á menntun að halda en nokkru sinni...

Skólar voru lokaðir í 160 ríkjum um miðjan síðasta mánuð og meir en 1 milljarður námsmanna naut ekki kennslu vegna COVID 19 faraldursins. „COVID-19 faraldurinn hefur haft í för með sér mestu truflun í sögu menntunar,” sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þegar hann fylgdi úr hlaði stefnumótunarskýrslu um stöðu  mennntunar á tímum faraldursins.

Álit framkvæmdastjóra