Alþjóða kjarnorkumálastofnunin aðstoðar Úkraínu

0
482
Kjarnorkuvá
Mynd: Ilja Nedilko/Unsplash

Forstjóri Alþjóða kjarnorkjumálastofnunarinnar (IAEA) er í Úkraínu til að ræða við stjórnvöld um öryggi kjarnorkuvera landsins.

“Úkraína bað um aðstoð okkar og við brugðumst skjótt við,” segir Rafael Mariano Grossi forstjóri Alþjóða  kjarnorkjumálastofnunarinna. « Úkraína býr yfir einni umfangsmestu kjarnorkuáætlun Evrópu. Þess vegna eru öryggismál þar sérstaklega þýðingarmikil fyrir stofnunina. Við erum reiðubúin að veita landinu þá aðstoð sem þarf. »

Fáni Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar
Fáni Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar

IAEA hefur samiið áþreifanlegar og nákvæmar átælanir um hvernig hægt er að tryggja öryggi kjarnorkuveranna. Fimmtán kjarnaofnar eru í fjórum verum, auk Tsjérnóbíl. Þar er kjarnorkuúrganru geymdur frá því kjarnorkuslys varð þar 1986.

24.febrúar lögðu rússneskir hermenn undir sig Tsjérnóbíl kjarnorkuverið, sem tekið hefur verið úr notkun. 4.mars tóku þeir kjanorkuverið í Zaporizhzhia herskildi en það er stærsta kjarnorkuver í Evrópu með 6 kjarnaofna. Af þeim sökum hefur ótti farið vaxandi við hugsanlegt kjarnorkuslys og stórfelld náttúruspjöll.

 Beðið um aðstoð SÞ

Iryna Vereshchuk ráðherra Úkraínu fyrir hertekin svæði, hefur farið fram á að Sameinuðu þjóðirnar sendi sveitir á staðinn vegna þess að hætta stafi af viðveru Rússa í Tsjérnóbíl og nágrenni.

“Ekki aðeins Úkraínumönnum heldur hundruð milljóna Evrópubúa stafar hætta af ófaglegri framkomu rússneska Hermann,” segir ráðherrann. Úkraína hefur beðið Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um að grípa til tafarlausra aðgerða og sjá til að Tsjernóbil og nágrenni verði herlaust svæði.

STUK, geisla og kjarnorkuöryggiseftirlitið í Finnland segir að áhyggjur Úkraínumanna af því að Tsjérnóbíl slysið endurtaki sig, séu ástæðulauasar.

Engin hætta á kjarnorkuslysi

Grossi forstjóri Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar segir að “kjarnorkuverin séu vel byggð og geti þolað að flugvél hrapi á þau.” Það þyrfti gríðarlegt afl til að komast að kjarnanum. Jafnvel þó hluti kjarnorkuvers yrði eyðileggingu að bráð myndi öryggiskerfi samt virka.

Orkumálaráðherra Úkraínu German Galushchenko hefur lýst yfir að enginn geislavirku leik hafi mælst eftir átökin um Tsjérnóbíl og  Zaporzhzhia kjarnorkuverið en ótti við kjarnorkuslys valdi honum engu að síður áhyggjum.