Önnur hver þungun í heiminum er óætluð

0
520
Þungun
Úr skýrslu UNFPA. ©UNFPA Fidel Évora

Önnur hver þungun í heiminum er ekki ætluð og meir en helmingi slíkra þungana lýkur með þungunarrofi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Mannfjöldastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNFPA).  

Á hverju ári verða um það bil 121 milljón kvenna ófrískar án þess að hafa ætlað sér það. 60% þeirra kjósa að binda enda á þungunina. Ástæða er til að vekja athygli á að 45% þessara fóstureyðinga fara fram án læknisaðstoðar.

Ófrísk kona7 milljónir kvenna þurfa hins vegar á endanum að leita sér læknisaðstoðar eftir þungarrof án aðstoðar hjúkrunarfólks. Rekja má 5 til 13% mæðradauða til þessa og er þetta ein helsta dauðaorsök af þessu tagi í heiminum.

UNFPA líkur þessu í skýrslunni við „ósýnilegar hamfarir“ sem draga þurfi fram í dagsljósið.

Að mati UNFPA eru ýmsar aðrar mikilvægar orsakir fyrir þessum óviljandi þungunum, svo sem fátækt, menntunarskortur, lítil atvinnuþátttaka eða jafnvel kynferðislegt ofbeldi eða þvingun.

Skortur á eða notkunarleysi getnaðarvarna er vitaskuld snar þáttur í þessum fjölda þungana.

Lítil notkun getnaðarvarna

Talið er að 257 milljónir kvenna, sem vilja forðast þungun, noti ekki nútímalegar og öruggar getnaðarvarnir.  Í skýrslu UNFPA kemur fram að í 47 ríkjum, aðallega í vestur og mið Afríku, noti um 40% kynferðislega virkra kvenna enga getnaðarvörn.

Fjöldi óviljandi þungana eykst þegar þegar hamfarir verða. Slík kann að vera raunin í Úkraínu þegar fjöldi kvenna hefur ekki lengur aðgang að getnaðarvörnum sínum og/eða verður fyrir kynferðislegu ofbeldi.

Á hinn bóginn er bent á í skýrslunni að skortur á upplýsingum sé ekki helsta ástæða fyrir óskipulögðum þungunum.