Ban Ki-moon á Arctic Circle

0
461
Ban Iceland

Ban Iceland

15.september 2016. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna verður aðalræðumaður á þingi Arctic Circle, sem haldið verður í Reykjavík 7.-9.október.
Þetta kemur fram á heimasíðu the Arctic Circle. Þetta verður önnur heimsókn Ban Ki-moon til Íslands en hann ræddi við íslenska ráðamenn og flutti fyrirlestur við Háskóla Íslands í júlí 2013.

Mynd: Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra tekur á móti Ban Ki-moon við ráðherrabústaðinn. Gréta Gunnarsdóttir, sendiherra er á milli þeirra. UN Photo/Eskinder Debebe.