Barnavinna

0
941

Shireen er tíu ára og vinnur á götunni hún hefur aldrei gengið í skóla. En hún veit vel hvernig á að komast af fjárhagslega. Ef hún selur plastpoka og pappírsrusl fyrir 30 til 50 cent, getur hún keypt sér hádegismat. Svona er hinn hryllilegi en sanni raunveruleiki þeirra barna sem búa og vinna á götunni.

boy.jpgShireen er ein hundraðþúsund barna sem vinna á götunni á hverjum degi. Stundum er gatan einnig heimili þeirra. Flest þessara götubarna koma frá þróunarríkjunum, en einnig þó í vel stæðum ríkjum. Börnin lifa á því að safna rusli til endurvinnslu. Plastpokar, sprungin dekk, ónýtir bílar, tómar flöskur og kassar – öllu þessu er safnað saman og selt. Sem dæmi, getur barn í Maníla á Filippseyjum, sem safnar rusli í sex klukkustundir á dag á ruslahaugunum "Smokey Mountain", þénað meira en fullorðinn þénar á tíu tíma vakt í verksmiðju við hliðina á haugunum.

Rajani er 13 ára gömul stúlka og vinnur í verksmiðju sem býr til armbönd. Í verksmiðjunni eru yfir 200.000 starfsmenn, þar af 50.000 börn. Börnin vinna jafnt sem fullorðnir fyrir framan stóra ofna, þar sem glerarmbönd eru brennd við 1800 gráðu hitastig. Einnig meðhöndla börnin oft hættuleg efni, t.d. asbest. Eftir fullan vinnudag, hefur Rajani einungis þénað minna en 40 cent.

Þetta eru tvö dæmi um barnavinnu þar sem börn eru notuð og hver dagur er þeim hættulegur. Þetta vilja SÞ stöðva. Samningur Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) um bann við barnavinnu kveður á um 15 ára lágmarksaldur barna. Þar er jafnframt tekið skýrt fram að engin börn undir 18 ára aldri skulu vinna vinnu sem er þeim hættuleg.