Barátta SÞ gegn aðskilnaði – glæpur gegn mannkyninu

0
551

mandela-aparthaid.jpgApartheid, á tungumáli innfæddra í Suður-Afríku, þýðir aðskilnaður og var notað af ungum hvítum Suður-Afríkubúum. Þótt 80% íbúa Suður-Afríku séu blökkumenn hefur landinu lengi verið stjórnað að minnihlutastjórn hvítra manna. Þeir hvöttu til aðskilnaðarstefnu sem skipti landinu eftir kynþáttum og svipti svarta íbúa þjóðarinnar grundvallar mannréttindum. SÞ fordæmdu aðskilnaðarstefnuna sem „glæp gagnvart mannkyni", og héldu uppi stöðugri baráttu gegn þessari stefnu í meira en þrjá áratugi. Aðskilnaðarstefnan var loksins afnumin í apríl árið 1994 eftir að SÞ aðstoðuðu við og höfðu eftirlit með fyrstu frjálsu fjölkynþátta kosningum í landinu. Nelson Mandela sem setið hafði í fangelsi um árabil að undirlagi lögfræðinga aðskilnaðarstefnumanna varð fyrsti forseti nýrrar Suður-Afríku án aðskilnaðarstefnu.