Björgum mannslífum: Þvoum hendurnar!

Handþvottur
Móðir þvær hendur barns upp úr klórblönduðu vatni í Gíneu. UN Photo/Martine Perret

 Á hverju ári deyja 16 milljónir manna af völdum smita á sjúkrahúsum. Að minnsta kosti hálf milljón sjúklinga smitast á hverjum degi í heiminum. Af þeim deyja á bilinu 20 til 50 þúsund í kjölfarið. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur frá því árið 2009 staðið fyrir átakinu “Björgum mannsífum: Þvoum okkur um hendur”, 5.maí ár hvert.

Handþvottadagur
Hjúkrunarfræðingur þvær sér um hendur á sjúkrahúsinu Madina í Mogadishu í Sómalíu.UN Photo:Tobin Jones

Á alþjóðlega handþvottadeginum er að þessu sinni er vakin athygli á hlut heilbrigðisstarfsmanna og mikilvægi þess að þeir gæti að hreinlæti handa sinna til að forðast oft og tíðum lífshættulegt smit. Árið 2020 er líka Ár hjúkrunarfræðinga og ljóðsmæðra, og því er vígorð dagsins “Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður: heilbrigði er í ykkar hreinu höndum.”

Hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn eru í víglínunni í baráttunni við COVID-19 faraldurinn. Áður en hann brast á björguðu þeir hundruð þúsundum mannslífa og munu halda áfram að gera að eftir að sigur hefur unnist. Á meðan faraldurinn geisar er umsjón barnshafandi kvenna, nýbura og mæðra þeirra og allt starf ljósmæðra afar þýðingarmikið.

Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður hætta lífi sínu í baráttunni við faraldurinn en við getum lagt þeim lið með með því að þvo hendur okkar samviskusamlega og vekja aðra til vitundar um mikilvægi þess.

Mannslíf í veði

Alþjóðlegur handþvottadagur
Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar ganga fylktu liði í Juba í Suður-Súdan í tilefni af alþjóðlegum dögum hjúkrunarfræðing (12.mai) og ljósmæðra (5.maí) UN Photo/Isaac Billy

COVID-19 faraldurinn er til marks um hvað veirur geta breiðst hratt út og minnir á mikilvægi handþvottar. Margir sjúkdómar breiðast út vegna þess að sumt fólk þvær sér ekki um hendur eftir að hafa farið á salerni. Í heiminum er talið að aðeins 19% allra þvoi sér um hendur eftir klósettferð. Handþvottur er ein öflugasta leið sem völ er á til að vernda sjálfan sig og fjölskyldu sína fyrir veikindum. Ef hendur eru þvegnar upp úr spritti minnkar hætta á smiti og þar með dauða um 50%. Hafa ber í huga að veirur berast til okkar þegar við snertum augu, eyru og munn eða útbuum mat og drykk með óþvegnum höndum.

#SafeHands áskorunin

Takið ykkur matreiðslumanninn Gordon Ramsey til fyrirmyndar en hann tók upp á myndband þegar hann varð við #ÖruggarHendur (SafeHands) áskoruninni. Takið upp ykkar eigin myndband með myllumerkin #SafeHands til að vekja athygli á málstaðnum.