COP28: WMO staðfestir að 2023 sé heitasta ár sögunnar

0
14
Sólarupprás við stöð Eduardo Frei Montalva forseta á Suðurskautslandinu.
Sólarupprás við stöð Eduardo Frei Montalva forseta á Suðurskautslandinu. Mynd: UN Photo/Mark Garten

COP28. Loftslagsbreytingar. Hitinn á jörðinni árið 2023 hefur slegið met. Í kjölfar aukins hita hefur fylgt öfgakennt veðurfar sem valdið hefur eyðileggingu og skelfingu að sögn Aljóða veðufræðistofnunarinnar (WMO).

Stofnunin kynnti nýja bráðabirgðaskýrslu um veðrið í heiminum 2023 við upphaf COP28 Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í dag 30.nóvember í Dubai.

Tölur sem ná til enda október sýna að árið 2023 stefnir í að verða 1.4 gráðu á Celsius hærri en fyrir iðnbyltingu.

Graf frá WMO um hitastig 2023.
Graf frá WMO um hitastig 2023.

Árið 2016 og 2020 voru áður talin heitustu ár sögunnar, en munurinn er sá að þótt tvo mánuði vanti í tölurnar, er afar ólíklegt að svo mikil breyting verði á meðalhita ársins að það hafi áhrif á niðurstöðuna.

Undanfarin níu ár frá 2015 til 2023 eru jafnramt þau heitustu sem um getur. Búast má við að El Niño veðurfyrirbærið sem fór að hafa áhrif á norðurhveli vorið 2023 og færðist í aukana yfir sumarið, muni stuðla að hlýnun á næsta ári 2024.

Endalaus met

„Magn gróðurhúsalofttegunda hefur aldrei verið meiri í andrúmsloftinu,“ sagði Petteri Taalas  forstjóri WMO þegar hann kynnti skýrsluna. „Hitinn í heiminum hefur aldrei verið hærri. Hækkun yfirborðs sjávar hefur aldrei verið meiri. Hafís við Suðurskautslandið hefur aldrei verið minni. Þetta er skelfileg hrina meta.“

Snjór bráðnar á Suðurskautslandinu.
Snjór bráðnar á Suðurskautslandinu. Mynd: UN Photo/Mark Garten

Hafís við Suðurskautslandið hefur aldrei mælst lægst minni á þeim árstíma þegar hann nær mestri útbreiðslu eða í vetrarlok á suðurhveli. Er útbreiðsla hans milljón ferkílómetrum minni en sem svarar til fyrra mets og er það eins og samanlagt yfirborð Frakklands og Þýskalands.

Jöklar í Norður-Ameríku og Evrópu bráðnuðu sem aldrei fyrr á árinu sem er að líða. Jöklar í Sviss hafa misst um tíunda hluta rúmmáls síns á síðustu tveimur árum að því er fram kemur í skýrslu WMO.

   Skýrslu WMO má sjá hér. 

  Fylgist með COP28 hér.

Sjá einnig:

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna COP28 hefst í skugga hitameta