COVID-19: Óttast aukningu ólæsis

0
659
Alþjóðlegi menntadagurinn 24.janúar.
Alþjóðlegi menntadagurinn 24.janúar.

Miklar truflanir á skólahaldi undanfarin tvö ár kunna að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér einkum í þróunarríkjum. Ef ekki verður gripið til aðgerða er búist við að hlutfall ólæsra tíu ára barna aukist úr 53 í 70 prósent. Í dag 24.janúar er alþjóðlegi menntadagurinn.

Alls snertu lokanir skóla vegna heimsfaraldursins  1.6 milljarð nemenda þegar mest var. Enn snerat lokanir 635 milljónir nemanda sem njóta engrar eða skertrar kennslu vegna lokana.

UNESCO, Menningar-, mennta og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur þungar áhyggjur af gangi mála. „Sífellt meiri upplýsingar koma fram sem benda til að nemendur sem standa þegar höllum fæti verði hlutfallslega mest fyrir barðinu á truflun skólahalds,“ segir Robert Jenkins hjá UNESCO.

Áður en heimsfaraldurinn brast á voru 53% tíu ára barna í lág- og meðaltekjuríkjum ekki nægjanlega vel læs og uppfylltu ekki lágmarkskröfur í lestri og reikningi. Óttast er að þessi tala sé nú komin upp í 70%.

„Þetta þýðir að 70% tíu ára barna geti ekki lesið eða skilið einfaldan texta og börn í ríkjum, þar sem árangur var slæmur fyrir heimsfaraldur eru jafnframt þau lönd þar sem skólum var lokað í lengstan tíma.“

Leiðtogafundur um menntamál

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur boðað til leiðtogafundar um menntamál. „Það er kominn tími til að endurræsa sameiginlegar skuldbindingar okkar til menntunar. Í því felst að fjárfesta í heildstæðum áætlunum um að hjálpa nemendum að vinna upp kennslumissinn. Menntun ber að vera í fyrirrúmi í enduruppbyggingu,“ segir Guterres í ávarpi á alþjóðlega menntadaginn.

Guterres segir að leiðtogafundur muni snúast um umbreytingu menntunar.

„Þar munu leiðtogar heimsins, ung fólk og hagsmunaaðilar í menntageiranum koma saman til að ræða grundvallarspurningar. Á meðan við undirbúum fundinn nú á alþjóða menntadeginum hvet ég til þess menntun verði hvarvetna miðlæg í enduruppbyggingaráætlunum.“