COVID-19: #Máttur myllumerkisins

0
737
Skjár
Mynd: YTCount on Unsplash

Finnland er fyrsta ríki sem hefur skráð áhrifavalda á samfélagsmiðlum sem ómissandi starfsfólk á krepputímum. Þar eru þeir í góðum hóp stétta á borð við lækna, strætóbílstjóra og starfsfólk matvöruverslana.

Þetta gerðist fyrir tveimur árum þegar finnska stjórnin, fjölmiðlaarmur almannavarna, Mediapooli og ráðgjafafyrirtækið PING Helsinki tóku höndum saman. PING hefur sérhæft sig í samskiptum við svokallaða áhrifavalda á samskiptamiðlum. Mediapooli er sérstök stofnun sem hefur á sinni könnu samskipti við almenning á hættutímum.

Screenshot instagramEngum datt hins vegar í hug að það reyndi á samkomulag þessar aðila eins fljótt og raun ber vitni.

„Mediapooli vildi byggja upp net fyrir áhrifavalda svo þeir gætu deilt nauðysnlegum upplýsingum þegar þörf krefði. Okkar hlutverk var að æfa viðbrögð á þessu ári,” segir Inna-Pirjetta Lahti forstjóri PING í viðtali við vefsíðu UNRIC.

WHO og samskiptamiðlar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur í sívaxandi mæli leitað til samskiptamiðla á borð við Facebook og WhatsApp í viðleitni sinni til að gæta öryggis fólks gagnvart kórónaveirunni og heilbrigðisyfirvöld í Finnlandi hafa siglt í kjölfarið.

„Hefðbundnir fjölmiðlar ná ekki til allra. Sumir treysta áhrifavöldum meira að segja betur en hefðbundnum fjölmiðlum,“ segir Lahti.

Helsta hlutverk áhrifavalda á tímum COVID-19 faraldursins er að koma áreiðanlegum upplýsingum á framfæri á samskiptamiðlum. Þeir taka þátt í átakinu sem sjálfboðaliðar af fúsum og frjálsum vilja. Og hver sem telur sig áhrifavald er velkominn í hópinn.

„Margir áhrifavaldar telja sig aðeins hafa áhrif á sínu sérsviði en í reynd geta þeir haft umtalsverð áhrif á samfélagslegar skoðanir og ákvarðanir fylgjenda sinna,“ segir Lahti.

COVID-19, áhrifavaldar
Úr YouTube þætti Roni Back. Mynd: Skjáskot.

PING Helsinki kemur eingöngu til skila upplýsingum frá finnsku ríkisstjórninni. Áhrifavaldar geta þannig fengið sendar staðreyndir um COVID-19 (#faktaakoronasta) þar sem slíkt efni er sett fram á samskiptamiðla-vænan hátt.

„Það getur verið erfitt þegar upplýsingar koma úr öllum áttum. Þess vegna reynum við að koma stutum og nákvæmum upplýsingum til skila, 3-4 staðreyndum hverju sinnni,“ segir Lahti. Um það bil 1800 áhrifavaldar fá slíkar upplýsingar sendar.

PING Helsinki er ekki eina fjölmiðlafyrirtækið sem hefur tekið áhrifavalda upp á sína arma.

„Hlutverk áhrifavalda á samskiptamiðlum er þýðingarmikið á tímum slíks faraldurs því hefðbundnir fjölmiðlar, ná ekki með skilvirkum hætti til allrar þjóðarinnar. Það er mikilvægt að sérstaklega ungt fólk fái upplýsingar frá þeim miðlum sem skiptir það máli og í réttu formi,“ segir Minna Pajunen hjá fyrirtækinu Splay One í viðtali við UNRIC. Splay One er stórfyrirtæki á norræna vísu í skemmtanabransanum og hefur á sínum snærum 500 norræna áhrifavalda.

Vandi fylgir vegsemd hverri

Roni Back nýtur mikilla vinsæla á You Tube í Finnlandi og fylgir henni half milljón manna. Hann vill gjarnan fræða áhangendur sína um leið og hann skemmtir þeim. Í viðtali við UNRIC segist hann gleðjast þegar hann getur orðið að liði. Hann vilji gjarnan koma málefnum sem skipti máli til að hafa jákvæð áhrif á líf fylgismanna sinna. Hann gerir það af eigin hvötum án tengsla við PING.

Back bjó til sitt eigið myndband þar sem hann ræddi við Li Andersson menntamálaráðherra og lækni um COVID-19. Þar var útskýrt bilið sem þarf að vera á milli fólks til að forðasdt smit og meira að segja kennslustund í handþvotti.   „Ég bjó til þetta myndband vegna þess að margt ungt fólk fylgist ekki með fréttum og veit ekkert um hvað ástandið er alvarlegt,” segir hann.

Roni Back
Roni Back er með hálfa milljón fylgjenda. Mynd: Splay One

Back er vanur því að gera myndbönd um samfélagsleg málefni. Hann hefur þannig fjallað um einelti, kynþáttahatur og loftslagsbreytingar.

„Það er allt svo stútfullt af upplýsingum að það er erfitt að vita hvað er rétt og hvað er rangt. Þess vegna hjálpar það að það sé þekkt andlit sem segi hvernig hlutirnir raunverulega eru.“

Bæði Splay One og PING Helsinki segja mikilvægt að áhrifavaldarnir haldi sig við staðreyndir. „Við fylgjumst stöðugt með því að okkar áhrifavaldar flytji réttar upplýsingar byggðar á staðreyndum,“ segir Pajunen. PING Helsinki bonast til að geti lagt því lið að að uppræta rangar og villandi upplýsingar og hafa meira að segja tekið saman handbók um hvernig farið skuli að því. https://influencerhandbook.fi/

Gleði, von og jákvæðni á krepputímum

En áhrifavaldarnir leika ekki bara lykilhlutverk við að dreifa réttum upplýsingum heldur einnig við að skemma áhangendum sínum á meðan kreppan stendur yfir.

„Margt ungt fólk gengur hvorki í skóla né hittir vinina og slíkt getur alið á einmanaleika og kvíða. Það getur verið af hinu góða að það fylgi viðkunnanlegum áhrifavaldi og finnist það fá jafningja-stuðning. Ungu fólki finnst stundum að áhrifavaldarnir séu vinir þeirra,“ segir Minna Pajunen.

PING Helsinki er á sama máli um gildi jákvæðs efnis. Þeir hafa skipulagt fjarfundi til að veita innblástur og eru nú að þróa leiðir fyrir Finna til að fagna úr fjarlægð uppáhaldsfrídegi sínum fyrsta maí.

COVID-19, Finnland áhrifavaldar
Inna-Pirjetta Lahti

„Það skiptir sköpum að geta boðið upp á eitthvað raunhæft og jákvætt sem mótvægi við allar hindranirnar,“ segir Lahti. PING Helsinki ýtir úr vör á föstudag (24.apríl) nýrri vefsíðu virtuaalivappu.fi sem er helguð fyrsta maí-hátíðinni. Þeir vonast líka til að áhrifavaldar skipuleggi viðburði með beinu streymi sem síðan verði látið renna í einn farveg svo allir geti fagnað saman.

Roni Back finnst mikilvægast að fitja upp á skemmtilegu og jákvæði efni núna enda telur hann að ungt fólk sé farið að skilja alvarleika málsins. „Áður en veiran barst til Finnlands, talaði ég um þeta á YouTube. Núna hefur þetta stigmagnast svo mjög að ég held að það skipti mestu að skapa gleði, von og jákvæðni í myndböndunum mínum.“

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur lagt mikla áherslu á mikilvægi þess að gæta að andlegri heilsu á tímum COVID-19. Dr. Hans Kluge svæðisstjóri WHO í Evrópu mælir með öndunar- og vöðvaslökunaraðgerðum og því að viðurkenna og ræða slæmar hugsanir en fyrst og fremst: „Reynið að vera jákvæð.“

Rúmlega 4 þúsund Finnar hafa veikst af COVID-19. 149 hafa látist í faraldrinum en það er með því lægsta í Evrópu sé miðað við dauðsföll á hverja milljón íbúa. 27 af hverri milljón hafa látist í Finnlandi, en til samanburðar má nefna að sú tala er 29 á Íslandi, 192 í Svíþjóð og 464 á Spáni sem harðast hefur orðið úti. Sama gegnir um smita en 745 smit hafa greinst í Finnlandi á hverja miljón miðað við  5.231 á Íslandi, 1.585 í Svíþjóð og 4.475 á Spáni og eru tölurnar frá 22.apríl.