COVID-19: Stjórnlaus opnun uppskrift að stórslysi

0
783
COVID-19
Opnun efnahagslífsins án stjórnunar er varhugaverð.

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) varar ríkisstjórnir við því að stjórnlaus opnun efnahafsgslífsins í kjölfar kórónaveiru-faraldursins geti leitt til áfalla.

„Ef ríkjum er alvara með því að opna verða þau að taka því alvarlega að hindra smit og bjarga mannslífum,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri WHO á blaðamannafundi. „Stjórnlaus opnun er uppskrift að stórslysi.“

Hann sagði að því meiri stjórn sem ríki hefðu á smiti, því meira gætu þau opnað.

Kórónaveiran væri bráðsmitandi og gæti reynst banvæn fólki á öllum aldri. Langflestum stafaði hætta af veirunni.

Þýðingarmest væri að koma í veg fyrir mikla mannsöfnuði. COVID-19 breiddist hratt út í mannhafi og dæmi væru um mikil hópsmit á íþróttaleikvangum, næturkúbbum og kirkjum.

Á sama tíma væri unnt að halda mannfagnaði á öruggan hátt, bætti Tedros við. Ákvarðanir um að leyfa mannmargar samkomur þyrfti að taka með áhættu í huga en taka mið af aðstæðum á hverjum stað.

Tedros sagði að í ríkjum þar sem smit væru landlæg gæti þurft að aflýsa fjöldasamkomum. Þar sem minna væri um það eða innan smærri einingu, gilti öðru máli ef allrar varúðar væri gætt.

Hann hvatti til þess að athyglinni yrði beint að því að forðast ótímabær dauðsföll með því að vernda gamalt fólk, fólk með undirliggjandi sjúkdóma og starfsfók í lykilstöðum. Ríki sem hefðu þetta allt í huga gætu vel ráðið við tiltölulega fá smit sem fylgdu því að opna efnahagslífið.

Hann lagði áherslu á ábyrgð einstaklinga með því að halda eins metra bili frá öðrum, þvo hendur og bera grímur þar sem við á. Handþvottaaðstaða í skólum er svo lykilatriði þegar skólahald hefst aftur.

Sjá nánar hér: https://news.un.org/en/story/2020/08/1071382