COVID-19: WHO fagnar örlæti Svía

0
663
Covid-19, Bólusetning við lungnabólgu
Mynd: Dimitri Houtteman/ Unsplash

Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjori Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar fagnaði í dag ákvörðun Svía um að afhenda COVAX-samstarfinu eina milljón skammt af AstraZeneca lyfinu.

COVAX-samstarfið snýst um kaup á bóluefni fyrir fátæk ríki í heiminum.

„Tilkynning Svíþjóðar í dag er framúrskarandi framlag sem ætti að vera öðrum fyrirmynd sagði forstjóri WHO. „Þetta þarf að marg-endurtaka til þess að hraða megi bólusetningu um allan heim.“

Vandi vegna Indlands

Tedros  hitti í dag Per Olsson Fridh þróunmálaráðherra Svíþjóðar í Genf. COVAX-samstarfið þarf 20 milljónir skammt á öðrum fjórðungi til þess að brúa bil sem skapast hefur. Aukin eftirspurn er á Indlandi þar sem COVID-19 hefur blossað upp að nýju. Helsti framleiðandi AstraZeneca sem séð hefur COVAX fyrir bóluefni starfar á Indlandi.

Tedros bætti við: „Stuðningur á borð við þennan, mun tryggja að fólk í þeim ríkjum sem höllustum standa fæti, einkum í Afríku, muni einnig fá seinni skammtinn þökk sé COVAX. Örlæti Svía er vel tímasett því sjaldan hefur þörf heimsins verið meiri.“

Sigla í kjölfar Frakka og Ný sjálendinga

WHO og samstarfsaðilar hvetja ríki til þess að sýna örlæti á borð við það sem Svíar hafa gert. Einkum hefur verið bent á að mörg ríki búi yfir miklum birgðum og séu því í stakk búin til að láta þróunarríki njóta þess. Svíar eru ekki einu ríki sem hafa sýnt slíkt örlæti því það hafa Ný Sjálendingar og Frakkar einnig gert nýlega.