Dagur fjölbreytni lífríkisins

0
522
alt

Ávarp framkvæmdastjórans á alþjóðlegum degi fjölbreytni lífríkisins 22. maí 2011:

altÁ þessu ári höldum við upp á alþjóðlegan dag fjölbreytni lífríkisins á alþjóðlegu ári skóga.. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti að helga 2011 skógum í því skyni að fræða almenning í heiminum um gildi skóga og hve mikið félagslegt, efnahagslegt og umhverfislegt tap felst í missi þeirra.

Gildi skóga teygir anga sína víða.  Skógar nema og vista vatn, tryggja stöðugleika jarðvegsins, hýsa fjölbreytt lífríki og leggja fram mikilvægan skerf til að stýra loftslaginu og gróðurhúsalofttegundunum sem valda loftslagsbreytingum.Þeir eru uppspretta ágóða alþjóðlegra fyrirtækja og tekna hundruð milljóna af fátækasta fólki heims. En þrátt fyrir aukinn skilning á því hve mikið við eigum skógum að þakka, eiga þeir sífellt meir í högg að sækja.  Alþjóðlegur dagur fjölbreytni lífríkisins er helgaður því að hvetja til brýnna aðgerða.

Á síðasta ár samþykktu ríkisstjórnir nýja áætlun til að varðveita fjölbreytni lífríkisins á fundi í Aichi í Japan. Í Aichi markmiðunum er gert ráð fyrir að draga verulega úr tapi, ágangi og sundrun heimkynna dýra, þar á meðal skóga fyrir 2020. Eitt af miklvægustu atriðunum sem samið var um í Japan var viðauki um aðgang að genetískum birgðum og réttlát skipting ágóða af notkun slíks. Skógar búa yfir miklum og lítt skráðum fjölbreytileika lífríkis. Skjót staðfesting og framkvæmd viðaukans getur stuðlað að vernd skóga og sjálfbærri nýtingu fjölbreytni lífríkisins. Þetta getur svo aftur stuðlað að því að draga úr fátækt og ýtt undir sjálfbæra þróun. 

Eins og best sést í yfirstandandi viðræðum um loftslagsbreytingar, átta sífellt fleiri sig á því að með því að draga úr brotthvarfi skóga og álags á þá, er hægt að stíga stórt skref til að mæta samanlagðri ógn loftslagsbreytinga, taps lífræðilegs fjölbreytileika og uppblásturs. Ég fagna þessari endurnýjuðu áherslu á mikilvægi skóga í sjálfbærri þróun.

Fyrir nærri tveimur áratugum samþykktu leiðtogar heimsins grundvallaratriði um nýtingu skóga sem kennd voru við Ríó og voru ein af helstu niðurstöðum Jarðar-fundarins sem einnig gat af sér Samninginn um fjölbreytni lífríkisins. Á næsta ári munu ríkisstjórnir heimsins koma saman í Ríó og sækja Ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (Ríó +20).  Við hlökkum til þeirrar tímamóta ráðstefnu og hvetjum alla hlutaðeigandi aðila hvers samfélags til að skuldbinda sig á ný til að stýra, vernda og nýta sjálfbært hvers kyns skóga í þágu sameiginlegrar framtíðar okkar.
 

Ban Ki-moon