Drottningarbragðið og vinsældir skáklistarinnar

0
3
Kóngur og drottning í Lews-skáksettinu.Mynd: National Museum of
Kóngur og drottning í Lews-skáksettinu. Mynd: National Museum of Scotland/Wikimedia/ CC-BY-SA 4.0

Alþjóðlegi skákdagurinn. Skák. Ef COVID-19 heimsfaraldurinn hafði eitthvað gott í för með sér voru það ef til vill auknar vinsældir skáklistarinnar. Ýmsir sérfræðingar telja að þakka megi þetta Drottningarbragðinu, (Queen´s gambit) þáttunum, sem frumsýndir voru á Netflix, þegar faraldurinn stóð sem hæst 2020.

Drottningarbragðið (Queen´s Gambit) sló í gegn árið 2000 á Netflix.
Drottningarbragðið (Queen´s Gambit) sló í gegn árið 2000 á Netflix.

Þessi eldforni leikur hefur gengið í endurnýjun lífdaga, aðallega meðal ungs fólks. Í Bandaríkjunum hefur annað eins ekki sést frá því Bobby Fischer varð heimsmeistari í skák í Reykjavík 1972.

Félögum í skákklúbbum vestra hefur fjölgað og iðkendum hvaðanæva að á skákvefsíðunni chess.com hefur fjölgað gríðarlega. Þá eru fleiri áskrifendur að Gotham Chess en að nokkurri annari síðu á YouTube rásinni.

Bobby Fischer varð heimsmeistari í skák í Reykjavík 1972.
Bobby Fischer varð heimsmeistari í skák í Reykjavík 1972. Mynd: Bert Verhoeff /Wikimedia Commons/CC0

Alþjóðlegi skákdagurinn

20.júlí er Alþjóðlegi skákdagurinn á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Dagurinn varð fyrir valinu því þennan dag árið 1924 var Alþjóða skáksambandið (FIDE) stofnað í París. Markmiðið er að efla vináttu allra þjóða og skapa vettvang til að efla samræðu, samstöðu og friðarmenningu.

Skákmenn
Skákmenn. Mynd: Alan Light/Wikimedia Commons/
CC BY-SA 3.0

Skák er einn elsti, hugvitsamlegasti og menningarlegasti leikur sem til er. Í skákinni fara saman keppni, vísindaleg og listræn hugsun. Allir geta tekið þátt án óhóflegs kostnaðar og skák má iðka hvar sem er óháð tungumálum, aldri, kyni, líkamsburðum eða þjóðfélagsstöðu.

Hún er alþjóðleg og vel til þess fallin að skapa andrúmsloft umburðarlyndis og skilnings á milli þjóða og ríkja. Talið er að skák sé nú að minnsta kosti jafnmikið stunduð á netinu og taflborðum, enda viðurkennir netheimurinn engin landamæri.

Zilola Aktamova í hraðskákmóti FIDE í Samarqand 2023.
Zilola Aktamova í hraðskákmóti FIDE í Samarqand 2023.
Mynd: Husniddin Ato
Creative Commons Attribution-Share Alike 4.0

 Skákin breiddist út eftir Silkiveginum

 Skák er leikin af tveimur keppendum á borði. Mismunandi leikmenn eru færðir til og má hver þeirra færast á tiltekinn hátt. Markmiðið er að fanga kóng andstæðingsins.

Ein kenning um uppruna skákarinnar er að hann megi rekja til svipaðs leiks sem nefndist Chaturanga. Hann var leikinn á norðurhluta Indlandsskaga á svokölluðu Gupta-tímabili  frá 319 – 543 eftir Krist. Síðan hefur hann borist til vesturs eftir Silkiveginum til Persíu.

Skáklistin þróaðist út frá Chatarunga, sem þýðir “fjórskipting”. Með með því er annað hvort átt við að fjórir hafi leikið eða að vísað er til fjögurra mismunandi flokka á borðinu. Upphaflega var skiptingin í fótgönguliðar, riddaralið, fílaherdeild og hervagnar, en nú hafa komið í staðinn peð, riddarar, biskupar og hrókur.

Hinir svokölluðu Lewis taflmenn frá 12.öld, sem varðveittir eru í skoska þjóðminjasafninu. Mynd: National Museum of Scotland/Wikimedia/ CC-BY-SA 4.0
Hinir svokölluðu Lewis taflmenn frá 12.öld, sem varðveittir eru í skoska þjóðminjasafninu. Mynd: National Museum of Scotland/Wikimedia/ CC-BY-SA 4.0

Fyrsta skákritið árið 900

Chatrang og síðar Shatranj hét leikurinn þegar hann birtist í Persíu um 600 eftir Krist. Fyrsta dæmið um hann í persneskum handritum frá þeim tíma segir frá sendiherra frá Indlandsskaga sem hafi gefið Khosrow konungi I (531 – 579 e.Kr.) taflborð. Enn breiddist hann um Silkiveginn til annara heimshlluta eins og Arabíuskaga og Býsans.

Um 900 e.Kr. tóku skákmeistararnir al-Suli og al-Lajlaj saman yfirlit um tækni og herfræði listarinnar. Um árið þúsund var skák orðin vinsæl um alla Evrópu og barst til Rússlands um steppurnar frá Asíu.

 Skák og Heimsmarkmiðin

Skák býður upp á góð tækifæri til að hrinda í framkvæmd Heimsmarkmiðunum um Sjálfbæra þróun og Áætlun 2030 um sjálfbæra þróun. Skák er til þess fallin að verfa tæki til að efla menntun, jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna og stúlkna; og glæða umburðarlyndi, gagnkvæman skilin og virðingu.

Vissir þú?

  • Um 70% fullorðinna (í Bandaríkjunum, Bretlandi, Indlandi, Rússlandi og Þýskalandi) hafa leikið skák einhvern tíma á ævinni. 605 milljónir fullorðinna tefla reglulega.
  • Tölfræðilega geta komið upp fleiri stöður í skák en sem nemur fjölda atóma í hinum sjáanlega alheimi.
  • Mögulegt er að máta andstæðinginn í tveimur leikjum.