Einu sinni var þetta auðvelt

0
648
MAIN PIC Dakar plane Photo UNRIC

 „Vertu tilbúinn og segðu engum frá,” sagði Moussa Ba, stóribróðir Saliou, litla bróður sínum, áður en hann lauk símtali þeirra árið 2002.

Together Logo format 05 resizedMoussa, ungur Senegali úr miðstéttarblokkunum HLM í Dakar hafði undirbúið allt. Hann hafði sjálfur flutt frá Senegal til Þýskalands nokkrum árum áður og gat sent peninga heim um hver mánaðamót. Þessu fé var varið til að kosta skólagöngu yngstu systkina hans. Og nú var hann búinn að spara nægilega mikið til að senda llitla bróðurnum farmiða.

Hoppa af í París

Ekki miða með fiskibátunum, sem halda yfir Miðjarðarhafið, heldur með áætlunarflugi til Dubai með viðkomu í París. Saliou átti auðvitað aldrei að halda alla leið til Dubai, heldur hoppa af í París.

„Árið 2002 var þessi leið fær,nú er búið að girða fyrir þetta” sagði Moussa í samtali við Norræna fréttabréf UNRIC. „Það var nóg að hafa boðsbréf og hótelpöntun; vegabréfsáritun var hægt að fá á áfangastað. Margir ferðuðust á þennan hátt til Evrópu og fóru einfaldlega aldrei alla leið, heldur létu sig hverfa td.í París.”

Dakar shoesalesmen Photo UNRICÁ þeim tíma voru aðrar leiðir færar en það sem kallað er „Barca ou Barsakh”, eða Barcelona eða dauði á Wolof-tungumálinu – en þar er vísað til hlutskiptis margra að halda í hættuför yfir Miðjarðarhafið. Dubai-flugið var betri og öruggari leið að mati Moussa, og auk þess miklu fljótari.

Á föstudegi klukkan ellefu afhenti Moussa millilið í Þýskalandi fimmtán hundruð evrur og daginn eftir lagði Saliou af stað.

Atvinnuleysi

Það var ekki auðvelt fyrir ungt fólk að fá vinnu árið 2000 og ástandið hefur ekki skánað. „Hvað átti ég að gera? Að hanga úti á horni ár eftir ár og lifa á peningum bróður míns? Ég lagði í hann,” sagði Saliou í viðtali við UNRIC.

Hann þagði þunnu hljóði og sagði hvorki vinum, móður sinni né systkinum frá fyrirætlunum sínum, og raunar var enginn tími til stefnu. Hann hafði aldrei farið til útlanda áður.

Saliou komst um borð í flugið og þegar hann var kominn í loftið, hélt hann á salernið og reif Street vendor italy Photo Flickr John Keogh 2.0 Generic CC BY NC 2.0vegabréfið í tætlur eins og honum hafði verið fyrirlagt. Þegar til Parísar væri komið átti hann að fara í vegabréfaskoðun, segjast vera frá Gíneu og biðja um pólitískt hæli.

En þetta gekk ekki eftir. Ekki var nokkurn mann að sjá í vegabréfahliðinu. Hann leitaði uppi tollþjóna, sagðist vera frá Gíneu og vilja hæli.„Láttu ekki svona, við vitum að þú ert Senegali,” sagði embættismaðurinn, „Ekki eyða tíma okkur, komdu þér út.“

Ég vildi vinna

En Saliou gaf sig ekki og fleygðu sér flötum á jörðina og krafðist hælis.
„Þetta var ekki sniðugt” sagði hann í viðtalinu. „Ég veit það núna. Fólk frá átakasvæðum biður um hæli en ég þurfti þess ekki. En hvað er gert fyrir okkur í Evrópu ? Ég vildi vinna. Ég vildi hjálpa fjölskyldu minni. Það er engin leið að gera slíkt nema standa utan við lög og reglur. Það myndi enginn leggja á sig þetta erfiði ef löglegar leiðir væru færar.”

Á meðan varð mikið uppnám heima í HLM hverfinu í Dakar. Saliou var horfinn og enginn vissi neitt. Foreldrar hans voru á barmi taugaáfalls og allt hverfið að leita að honum.

Pirogue Senegal Photo Flickr Noborder Network 2.0 Generic CC BY 2.0Saliou þurfti á meðan að gera upp við sig hvort hann myndi dvelja áfram í miðstöð fyrir hælisleitendur í Frakklandi og bíða niðurstöðu umsóknar um hæli, eða halda til annars lands. Hann ákvað að halda til Ítalíu og þar gat hann látið móður sína vita hvar hann var niður kominn.

„Ég hefði gefið honum blessun mina ef hann hefði sagt mér frá þesu fyrirfram,” sagði Aissatou, móðir Saliou í samtali við UNRIC. „Það var ekkert jafn hræðilegt og vita ekki neitt. Ég var viss um að hann væri dáinn.”

Svört vinna

Saliou lærði ítölsku auðveldlega og fékk svarta vinnu. „Þá var það hægðarleikur. Allir voru í vinnu. Þetta var ekki eins og í dag. Það er hroðalegt fyrir þá sem koma í dag,” segir hann.

„Ég var skilríkjalaus á Ítalíu í fimm ár,” heldur hann áfram. „Þegar ég horfi um öxl voru það líka mistök. Ég hefði átt að halda kyrru fyrir í París og láta reyna á umsókn mina. En það sem er svo erfitt er, að maður veit ekki hvaða ákvörðun er rétt.”

Hann heyrði loks árið 2006 um nýja tegund vegabréfsáritunar sem krafðist þess að einhver í viðtökulandinu tæki fjárhagslega ábyrgð á þér. Hann fór til Senegal í þrjá mánuði og fékk vegabréfsáritun og vinnuveitandi hans á Ítalíu lagði fram 800 evrur til að kaupa farmiða til Ítalíu.

Frá þeim tíma hefur hann verið einn hinna heppnu í hópi farandfólks sem hefur opinbert dvalarleyfi og vinnu, borgar skatta og getu sent peninga heim.

Gott líf

„Þetta var ekki auðvelt,” segir Saliou. „Auðvitað hafði ég heyrt að Evrópa væri ekki það Eldóradó sem maður sér í sjónvarpinu. Ég hafði gengið í skóla, ég var ekki ólæs og fylgdist með fréttum. En samt heldur maður að þetta sé betra en raun ber vitni. Í dag er líf mitt gott, ég á konu, börn og er í vinnu og ek um á eigin bíl. Helst myndi ég vilja snúa aftur heim og stofna fyrirtæki í Senegal. Ég vildi það gjarnan. Og ég gæti það, vegna þess að ég hleypti heimdraganum. En ef ég stæði aftur frammi fyrir þessari ákvörðun, færi ég hvergi.”