Flóttamenn í Líbanon: Sex ára börn í vinnu

0
655
UNICEF School 1

UNICEF School 1

23.janúar 2016. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur sent frá sér nýja gagnvirka heimildamynd til þess að sýna í nærmynd líf sýrlenska barna á skólaaldri sem neyðst hafa til að flýja til Líbanon sem flóttamenn. Í #ImagineaSchool er fylgst með þeim hindrunum sem verða á vegi sýrlenskra flóttamanna og baráttu þeirra við að öðlast menntun.

UNICEF gefur út frásagnir 19 barna í tilefni af ráðstefnu í Helsinki um mannúðarástandið í Sýrlandi, og stendur hún yfir í dag og á morgun (23.til 24.janúar) og er markmiðið að sýna mannlegt andlit þess vanda sem er þar til umræðu.

Um það bil helmingur sýrlenskra barna á skólaaldri í Líbanon, 187 þúsund, ganga ekki í skóla. Viðtökuríkið hýsir fleiri flóttamenn miðað við íbúafjölda en nokkuð annað ríki í heimi. Í stað þess að ganga í skóla eru þúsundir sýrlenskra barna, sum aðeins sex ára gömul, við vinnu í landbúnaði, verksmiðjum, byggingarvinnu eða úti á götu.

UNICEF SCHOOL2UNICEF og ríkisstjórn Líbanons veita meir en 150 þúsund sýrlenskum börnum aðgang að almennum skólum. UNICEF hefur farið fram á 240 milljón Bandaríkjadala fjárstuðning til að þess að sjá enn fleiri börnum fyrir hágæðakennslu í Líbanon á þessu ári.

„Okkur hefur tekist í samstarfi við ríkisstjórnina, fjárveitendur og samstarfsaðila, að koma nærri helming sýrlenskra flóttabarna í skóla. Nú viljum við leitast við að ná til hins helmingsins til þess að hvert einasta barn fáí gæðamenntun,“ segir Tanya Chapuisat, fulltrúi UNICEF í Líbanon.

Tenglar: Gagnvirk myndefni: www.imagineaschool.com

Nánari upplýsingar um starf UNICEF í Líbanon: www.unicef.org/Lebanon/