Erindreki SÞ: „Gleymum ekki kólerunni á Haítí“

0
451

 Medrano

11.nóvember 2014. Umtalsverður árangur hefur náðst í baráttunni við að uppræta kóleru á Haítí en neyðarástand ríkir enn. Það gæti haft skelfilegar afleiðingar í för með sér að gefa eftir í baráttunni nú.

„Ég óttast að sá mikli árangur sem náðst hefur, hafi í för með sér að fólk haldi að vandamálið hafi verið leyst, en svo er alls ekki. 40 greinast á dag með kóleru,“ segir Pedro Medrano, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sem samræmir aðgerði gegn kólerufaraldrinum.

Medrano heimsækir í þessari viku Genf, Osló og Brussel (10.-14.nóvember) til að leita aðstoðar í þessari baráttu. Frá því í október 2010 hafa 707 þúsund manns sýkst af kóleru sem kostað hefur 8 600 manns lífið.

Haiti2Medrano segir að athygli heimsins hafi að undanförnu, skiljanlega beinst að Ebóla-faraldrinum í Vestur-Afríku, en hins vegar megi annar faraldurinn hinum megin Atlantshafs, ekki gleymast:  „Ólíkt Ebólu drepst fólk ekki kerfisbundið af völdum kóleru. Við henni er lækning, en hún smitast mjög hratt með matvælum eða menguðu vatni. Hún getur orðið að faraldri þar sem ástandið er eins og á Haítí í dag, þar sem heilsugæsla er í molum og aðgangur að salernum, hreinlæti og hreinu vatni í lágmarki, að ekki sé minnst á hreinsun skolps og urðun úrgangs. ”Haiti3

Athyglisverður árangur hefur náðst á þessu ári, en brugðið getur til beggja vona. 5 þúsund tilfelli voru skráð mánaðarlega árið 2013 og fram í ágúst á þessu ári hafði þeim fækkað í eitt þúsund á mánuði. Síðbúnar en miklar rigningar í október settu strik í reikninginn og tilfellin voru þrisvar sinnum fleiri í þeim mánuði en síðustu mánuði. Ástandið gæti jafnvel enn versnað.

Medrano bendir á að auk brýnna úrræða á borð við læknismeðferð og forvarnir, sé þörf á lausnum til lengri tíma. Þar á hann fyrst og fremst við fjárfestingar í mannvirkjum til að tryggja aðgang fólks að hreinu drykkjarvatni og hreinlætiskerfi, skólphreinsun og urðun úrgangs.

Haiti4 „Kólera og ebóla eiga það sameiginlegt að þrífast vel þar sem heilsugæsla er af skornum skammti og að gegn þeim dugar ekkert annað en linnulaust viðnám,“ sagir Medrano og bætir við: „Og eins og Ebóla minnir kóleran á að farsóttir virða engin landamæri í hnattvæddum heimi nútímans.

Myndir:
1. Medrano á Haítí. .
2. Læknir aðstoðar kólerusjúkling á heilsugæslustöði nærri Port au Prince en þar glímir UNICEF við kólerufaraldurinn. SÞ-mynd /UNICEF/Marco Dormino (31. október 2010)
3. Heimamenn þjálfaðir í forvörnum. SÞ-mynd /Logan Abassi (23.apríl 2014)
4. Ban Kiömoon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna heimsótti Haítí í júlí 2014. Þar kynnti hann áætlun samtakanna og yfirvalda á Haítí ásamt Laurent Lemothe, forsætisráðherra. Hér sjást þeir heimsækja fjölskyldu í Los Palmas. SÞ-mynd/Paulo Filgueiras (14.júlí 2014)