Færri konur í leiðtogaumræðum endurspegla stærra vandamál

0
31

78.Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Jafnfrétti kynjanna. Dennis Francis forseti 78. Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna hefur vakið athygli á því að konum, sem tóku þátt í leiðtogumræðum þingsins í ár hefur fækkað.  

 „Aðeins 21 kona talaði í almennu umræðum þjóðarleiðtoga á 78.Allsherjarþinginu en voru 23 síðasta ár,“ sagði forseti þingsins á Twitter.

Langt í frá öll ríki tefla fram oddvita ríkisstjórna. Utanríkisráðherrar margra ríkja svo sem Íslands koma fram fyrir hönd sinna ríkja. Ef aðeins er litið til leiðtoga ríkja, kemur í ljós að aðeins 13 eru undir stjórn konu, eða færri en 10% af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna.

Dennis Francis forseti 78.Allsherjarþingsins heilsar Kamina Johnson Smith utanríkisráðherra Jamaíka.
Dennis Francis forseti 78.Allsherjarþingsins heilsar Kamina Johnson Smith utanríkisráðherra Jamaíka.

„Þessi tala hefur farið lækkandi fremur en hækkandi og því er þetta heldur einmanalegt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í viðtali við The Times í Lundúnum. „Það er ástæða til að hafa áhyggjur af þessari þróun og hún sýnir að það er ekkert gefið í jafnréttisbaráttunni.“

  Flest 17 konur

Flestar konur voru í forystu ríkja í heiminum árin 2014, 2019 og 2022 eða 17.

Þórdís Kolbrún utanríkisráðherra ávarpar 78.Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna.
Þórdís Kolbrún utanríkisráðherra ávarpar 78.Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna.

Tvö Norðurlandanna, Danmörk og Ísland eru nú um stundir undir forystu kvenna, Mette Frederiksen og Katrín Jakobsdóttir. Hin þrjú hafa öll haft konur í forystu þar til fyrir skemmstu; Erna Solberg í Noregi, Magdalena Andersson í Svíþjóð og Sanna Marin í Finnlandi.

Tvær konur hafa horfið úr forystu á árinu í heiminum, þær Jacinda Ardern í Nýja Sjálandi og Natalia Gavrilita í Moldavíu. Hins vegar hafa konur valist til forystu í fyrsta skipti í Perú, Ítalíu og Bosníu að sögn Women´s Agenda.

Catherine Colonna utanríkisráherra Frakklands var eina kona sem talaði fyrir hönd ríkjanna sem fast sæti eiga í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.
Catherine Colonna utanríkisráherra Frakklands var eina kona sem talaði fyrir hönd ríkjanna sem fast sæti eiga í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Dennis Francis, forseti 78.Allsherjarþingsins benti á að fjárfestingar í menntun væru fyrsta skrefið í langri þróun til að snúa þróuninni við.

„Í leiðtogavikunni hef ég notið þeirra forréttinda að funda með vettvangi kvenleiðtoga og talað við marga leiðtoga um nauðsyn þess að viðurkenna raddir kvenna, væntingar og réttindi á hverju stigi, frá grasrótum til heimsvettvangsins. Og þetta byrjar í fjárfestingum í menntun einkum í þágu stúlkna,“  sagði forseti þingsins í tísti sínu.