Óháð rannsóknarnefnd SÞ sakar Rússa um alvarleg mannréttindabrot

0
11
Nefndin segir sannanir liggja fyrir um að óbreyttir borgarar séu skotmörk Rússa.
Nefndin segir sannanir liggja fyrir um að óbreyttir borgarar séu skotmörk Rússa. Mynd: WFP/Anastasiia Honcharuk

Innrás Rússlands í Úkraínu. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Innrásarher Rússa í Úkraínu hefur enn á ný verið sakaður um mannréttindarbrot í Úkraínu. Óháð rannsóknarnefnd kynnti Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna ný gögn og frásagnir um alvarleg mannréttindabrot.

Um er að ræða árásir á íbúðahverfi, borgaralega innviði og heilsugæslustofnanir, auk pyntinga og kynferðislegs- og kynbundins ofbeldis.

Ásakanir um nauðganir

Formaður nefndarinnar, Norðmaðurinn Erik Møse, skýrið ráðinu frá hræðilegum atvikum, meðal annars í Kherson héraði. „Rússneskir hermenn nauðguðu og beitt konur á aldrinum 19 til 83 ára, kynferðislegu ofbeldi. Oft og tíðum voru ættingjar í haldi í næsta herbergi og neyddir til að heyra það ofbeldi sem fram fór,“ sagði Møse.

Umfangsmiklar pyntingar

Nerfndin skýrði frá því að athuganir hennar í Kherson og Zaporizhzhia bentu til „útbreiddra og kerfisbundinna pyntinga Rússa.“ Fólk, sem grunað væri um að gefa Úkraínuher upplýsingar sætti pyntingum sem stundum leiddu til dauða.

Møse hafði eftir fórnarlambi: „Í hvert skipti sem ég sagðist ekki vita eða ekk muna, fékk ég raflost.“

Nefndin lýsti áhyggjum af ásökunum um þjóðarmorð í Úkraínu og varaði við því að „orðræða í rússneskum ríkisfjölmiðlum og og öðrum miðlum gæti falið í sér hvatningu til þjóðarmorðs.“

Óháð nefnd

Nefndarmennirnir lögðu áherslu á að sekir verði dregnir til ábyrgðar og hörmuðu að Rússar hefðu í engu svarað fyrirspurnum.

Alþjóðleg rannsóknarnefnd um Úkraínu var stofnuð af Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna 4.mars 2022 til að rannsaka ásakanir um mannréttindabrot í tengslum við árás Rússa á Úkraínu.

Meðlimirnir, Erik Møse, formaður, Pablo de Greiff og Vrinda Grover eru óháðir; eru ekki starfsfólk Sameinuðu þjóðanna og þiggja ekki laun.