Fíkniefnavandinn: hafa ber fólk í fyrirrúmi

0
9
Mynd: UNICEF/Giacomo Pirozzi

Fíkniefni. Fíkniefnanefnd Sameinuðu þjóðanna. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt til þess að fólk sé haft í fyrirrúmi” í málefnum fíkla og bundinn verði endi á skömm og mismunun þeirra sem nota fíkniefni. Í ávarpi við upphaf 67.þings Fínkiefnanefndar Sameinuðu þjóðjanna sagði António Guterres að auka bæri forvarnir og meðferðaráætlanir.

Hann sagði að gæta þyrfti jafnvægi í þeim sameiginlegu aðgerðum sem væru nauðsynlegar til að takast á við jafnt aukningu fíknefna á götunni og misnotkun löglegra lyfja.

Guterres hvatti til aðgerða gegn fíkniefnasmygli, fjárfestingum í forvörnum og að tryggja jafnan aðgang að heilsugæslu og meðferð og virða á sama tíma réttindi og reisn allra.

Bindum enda á skömm og mismunun

„Okkur ber alltaf að leitast við að hafa fólk í fyrirrúmi með því að binda enda á skömm og mismunun, efla forvarnir, leggja áherslu á meðferð neytenda, virða mannréttindi þeirra sem neyta fíkniefna, auka forvarnar- og meðferðaráætlanir og heilbrigðiskerfið,” sagði hann.

Fíknefnanefndin (Commission on Narcotic Drugs) er helsti stefnumótunaraðili Sameinuðu þjóðanna í fíknefnamálum. Hún hefur starfað frá 1946. 53 ríki eru kosin til setu í ráðinu til þriggja ára í senn af Efnahags- og félagsmálaráðinu.