Noregur: áhyggjur af mismunun gagnvart fólki af afrískum uppruna

0
29
Norska stórþingið.
Norska stórþingið. Mynd: Sara Johannessen / norden.org

Vinnuhópur mannréttindasérfræðinga um málefni fólks af afrískum uppruna. Noregur. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa skorað á norsku ríkisstjórnina að grípa til nauðsynlegra ráðstafanna til að tryggja aðlögun fólks af afrískum uppruna að norsku samfélagi án fordóma.

Barbara G. Reynolds formaður
Barbara G. Reynolds formaður, frá Gíenu.

Vinnuhópur mannréttindasérfræðinga um málefni fólks af afrískum uppruna heimsótti Noreg til að kanna ástand mála. Að heimsókninni lokinni gaf hópurinn út yfirlýsingu. Þar segir að Noregur hafi sett sér stefnu og komið upp stofnanalegu regluverki til að berjast gegn kynþáttamismunun og áætlanir teknar saman. Komið hefur verið á fót mannréttindastofnun og ýmsum öðrum ferlum til að takast á við mismunun og berjast gegn hatursglæpum í landinu.

Dagleg mismunun

„Samt sem áður sætir fólk af afrískum uppruna enn því að vera tekið fyrir út af útliti,“ segja sérfræðingarnir í yfirlýsingu. „Hatursorðræða beinist gegn því, börn verða fyrir einelti í skólum, hindranir eru á vinnumarkaði og barnaverndarnefndir taka börn af heimilum með valdi.“

Bina D´Costa frá Bangladesh
Bina D´Costa frá Bangladesh

„Í frásögnum sem vinnuhópurinn heyrði í heimsókninni, er pottur brotinn þegar börn hafa verið fjarlægð af heimilum með valdi. Barnaverndaryfirvöld hafa ekki alltaf beitt þeim úrræðum sem hafa verið mest viðeigandi með velferð barnanna að leiðarljósi. Í sumum tilfellum hefur slíkt skaðað börnin og skapað ótta á meðal fólks af afrískum uppruna í Noregi,“ segir í yfirlýsingunni.

Catherine Namakula sérfræðingur frá Úganda
Catherine Namakula sérfræðingur frá Úganda

„Samkvæmt upplýsingum fólks af afrískum uppruna er litið svo á að barnaverndaryfirvöld ráðskist með menningu fólksins og gefi sér að fólkið vanræki börn sín. Slíkt hafi svo neikvæð áhrif á fjölskyldulíf þessa.”

Mismunun á vinnumarkaði

Vinnuhópurinn telur að jafnt í opinbera- sem einkageiranum, sæti fólk af afrískum uppruna mismunun. Þeim séu boðin störf sem séu í engu samræmi við getu þess og menntun og fólkið njóti því ekki viðurkenningar. Hvað sem lagalegri stöðu líður, upplifi því fólk af afrískum uppruna mismunun á hverjum degi vegna nafna sinna, kynþáttar og uppruna.

Miriam Ekiudoko sérfræðingur frá Ungverjalandi.
Miriam Ekiudoko sérfræðingur frá Ungverjalandi.

Vinnuhópurinn mun skila Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna skýrslu um heimsókn sína í september 2024.

Vinnuhópurinn.

Vinnuhópur sérfræðinga um fólk af afrískum uppruna var stofnaður af Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna 2002 í kjölfar Heimsráðstefnunnar gegn kynþáttahatri í Durban í Suður-Afríku 2001.

Dominique Day sérfræðingur frá Bandaríkjunum
Dominique Day sérfræðingur frá Bandaríkjunum

Hópinn skipa Barbara G. Reynolds, Miriam Ekiudoko, Catherine S. Namakula; Bina D’Costa og Dominique Day.

Vinnuhópurinn er hluti af sérstakri málsmeðferð á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna.