Að hreinsa jarðsprengjur

0
787
Jarðsprengjuleit.

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum (33) ??

SÞ75 logoSameinuðu þjóðirnar hafa tekið þátt í að hreinsa jarðsprengjur í um 30 ríkjum og landssvæðum. Þar á meðal eru Afganistan, Kólombíu, Lýðveldinu Kongó, Líbýu og Súdan.

Jarðsprengjur særa eða limlesta þúsundir óbreyttra borgara á ári hverju. Sameinuðu þjóðirnar þjálfa líka fólk í að forðast jarðsprengjur. Jafnframt aðstoða þær fórnarlömb við að rétta úr kútnum. Samtökin greiða fyrir því að ríki geti eyðilagt jarðsprengjubirgðir og hvetja til víðtækri alþjóðlegri þáttöku í alþjóðasáttmálum um þetta efni.

Hreinsun jarðsprengna er ein forsenda þess að friðargæsluliðar geti sinnt eftirlit. Hún auðveldar að mannúðaraðstoð komist til skila. Þá geta óbreyttir borgarar  um frjálst höfuð strokið án þess að þurfa að búa við ótta um að eitt feilskref geti kostað lífið.

Jarðsprengjuaðgerðir felast ekki eingöngu í því að fjarlægja jarðsprengjur. Einnig stuðla þær að því að verja fólk fyrir hættunni, hjálpa fórnarlömbum að verða sjálfum sér næg og virkir þátttakendur í samfélaginu. Þá skap þær frjóan jarðveg fyrir stöðugleika og sjalfbæra þróun.

Fé sem vel er varið

Hreinsun jarðsprengna er kostnaðarsamt starf. Frá 2005 hafa Sameinuðu þjóðirnar að jafnaði varið 43 milljónum dala á ári til að fjármagna starf stofnana sem sjá um hreinun jarðsprengna. Auk þess þarf að efna til vitundarvakningu um hættuna af jarðsprengjum og aðstoða fórnarlömb. En þessu fér er vel varið.

Sjö árum eftir að starfið hófst hefur verið hægt að gefa nýjasta sjálfstæða ríki heims Suður-Súdan það sæmdarheiti að vera “jarðsprengjulaust land.”

Auðveldar dreifingu matvæla

Rannsókn WFP (Matvælastofnunar SÞ) leiddi í ljós að kostnaður við flutninga hefur minnkað um 40% og nýjum fyrirtækjum hefur fjölgað um 65%. Kostnaður WFP við flutninga hefur minnkað um 75% nú þegar hægt er að flytja varning landleiðina í staðinn fyrir að reiða sig á flug, þökk sé jarðsprengjuhreinsun. Nú tekur það aðeins þrjár klukkustundir í stað margra daga að keyra frá höfuðborginni Juba til Nimule við landamæri Úganda.

#MótumFramtíðOkkar #UN75