Fjölmiðlafrelsi er forsenda þess að njóta mannréttinda

0
157
Alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis
Alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis Mynd: Jeremy Bishop/Unsplash

Alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis. Fjölmiðlafrelsi sætir árásum í öllum heimshornum. Þetta kemur fram í ávarpi aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í tilefni af Alþjóðlegum degi fjölmiðlafrelsis 3.maí.  Hann lýsir þungum áhyggjum af tilraunum til að grafa undan frelsi fjölmiðla.

„Á þessum degi beinum við kastljósi að grundvallar sannleika: hvers kyns frelsi veltur á frelsi fjölmiðla,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri. „Frelsi fjölmiðla er grundvöllur lýðræðis og réttlætis. Þeir eru uppspretta þeirra staðreynda sem við þurfum á að halda til að mynda okkur skoðun og segja valdhöfum sannleikann. Og eins og þema dagsins í ár er til marks um þá nærast mannréttindi á frelsi fjölmiðla.“

Alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis
Alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis. Mynd: Roman Kraft/Unsplash

Rétturinn til tjáningarfrelsis er innsiglaður í nítjándu grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Tjáningarfrelsi er forsenda og drifkrafturinn sem nauðsynlegur er til að við njótum allra annara mannréttinda. Nú þegar við fögnum Alþjóðlegum degi fjölmiðlafrelsis í þrítugasta skipti beinum við því sjónum að miðlægu hlutverki fjölmiðlafrelsis auk óháðra, fjölbreyttra og ólíkra fjölmiðla, sem eru lykill að því að njóta allra annarra mannréttinda.

50% fleiri blaðamenn myrtir 2022

Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að „fjölmiðlafrelsi sætir árásum í öllum heimshornum.“

Alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis
Austur-Tímor. Alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis. Mynd: J.vas/Creative Commons Attribution 2.0

„Upplýsingaóreiða ógnar sannleikanum  og hatursorðræða reynir að má út mörkin á milli staðreynda og uppspuna á milli vísinda og samsæris.“

Önnur ástæða til áhyggna er að ekki færri en 67 fjölmiðlastarfsmenn týndu lífi 2022. Það er 50% fleiri en undanfarið ár. Nærri þrjár af hverjum fjórum blaðakonum hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi á netinu og fjórðu hverri verið hótað líkamlegu ofbeldi. Að sögn UNESCO, Mennta-,vísinda og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna sæta fjölmiðlastarfsmenn árásum jafnt á netinu sem utan þess. Þeir sæta harðræði, hótunum og jafnvel fangelsunum víða um heim.

Áhyggjur af fjárhagsstöðu og samþjöppun

Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsir í ávarpi sínu áhyggjum af aukinni samþjöppun fjölmiðlareksturs í sífellt færri höndum, fjárhagslegu hruni óháðra fréttamiðla og aukinni lagasetningu og regluverki, sem kæfir raddir blaðamanna og fela í sér ritskoðun og ógn við tjáningarfelsi.

Alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis
Alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis. Mynd: Bank Phrom/Unsplash

„Á þessum og öllum Alþjóðlegum dögum fjölmiðlarfrelsi ber heimsbyggðinni að tala einni röddu,“ segir Guterres. „Stöðvum hótanir og árásir. Stöðvum frelsissviptingu og handtöku blaðamanna sem sinna starfi sínu. Stöðvum ósannandi og upplýsingaóreiðu. Stöðvum árásir á þá sem segja satt. Og þegar blaðamenn rísa upp í þágu sannleikans, rísum við upp þeim til stuðnings,“ segir Guterres í ávarp sínu á Alþjóðlegum degi fjölmiðlafrelsis.

Alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis
Alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis Mynd: UNESCO

Aðalframkvæmdastjórinn, Audrey Azoulay Director-General forstjóri UNESCO og A.G. Sulzberger útgefandi The New York Times eru í hópi aðalfræðumanna á sérstökum fundi á alþjóðlega deginum 2.maí á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New york. Hefst fundurinn klukkan 4 að íslenskum tíma og má fylgjast með hér