Flóttamannadagurinn: Fátt bendir til að flóttamannstraumur sé í rénum

0
163
Alþjóðlegi flóttamannadagurinn
Mynd: Julie Ricard/Unsplash

Alþjóðlegi flóttamannadagurinn.Flóttamenn.  Fleiri flosnuðu upp frá heimkynnum sínum á síðasta ári en nokkru sinni fyrr vegna styrjalda, ofsókna og mannréttindabrota. Alþjóðlegi flóttamannadagurinn er 20.júní.

Í nýútkominni skýrslu UNHCR, Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, fyrir síðasta ár, 2022 (Global Trends report), kom fram að fjöldi fólks, sem stökkt hefur verið á flótta í heiminum nemur nú 108.4 milljónum. Hafði þeim fjölgað um 19 milljónir á einu ári. Er þetta mesta fjölgun á einu ári frá því UNHCR hóf að taka saman tölur um fjölda flóttamanna.

Alþjóðlegi flóttamannadagurinn er haldinn á vettvangi Sameinuðu þjóðanna 20.júní ár hvert til heiðurs flóttafólki í heiminum, styrk þess og hugrekki.

Minna en helmingur þeirra sem eru á flótta fara yfir alþjóðleg landamæri og njóta því ekki alþjóðlegrar verndar sem flóttamenn. 58% þeirra sem lent hafa á vergangi eru innan landmæra sinna eigin ríkja. Af þeim sem hafa flúið land sitt, hafa 70% flúið til nágrannaríkja sem eru í flestum tilfellum lág- eða meðaltekjuríki.

Ekkert lát virðist á stöðugri fjölgun fólks á flótta það sem af er árs 2023. Átök blossuðu upp í Súdan í apríl. Póltísk uppþot, ofbeldisverk og kreppur af völdum loftslagsbreyting hafa komið flóttamannastraumi af stað í mörgum heimshlutum.

Alþjóðlegi flóttamannadagurinn
Alþjóðlegi flóttamannadagurinn. Mynd:

Flóttamenn á Norðurlöndum

Milljónir hafa orðið að flýja heimili sín eftir allsherjar-innrás Rússa í Úkraínu og er það mesti flóttamannstraumur í Evrópu frá stríðslokum. 165 þúsund manns hafa hingað til leitað griðastaðar á Norðurlöndum.

Þeir hafa skipst þannig:

Árið 2021 voru 1830 flóttamenn skráðir á Íslandi og 306 hælisleitendur. Þeir eru aðallega frá Venesúela, Írak, Sýrlandi, Afganistan og Palestínu. Frá 2007 hefur stefna Íslands verið að taka á móti 25 til 30 flóttamönnum sem flytjast frá öðrum mótttökuríkjum.

Danmörk skráði árið 2021 rétt rúmlega 36 þúsund flóttmenn og rúmlega 1500 hælisleitendur. Þeir komu aðallega frá Sýrlandi  (59.53%), Erítreu (17.56%), Íran (8.43%) og Afganistan (5.12%). Danmörk greip til ýmissa aðgerða eftir flóttamannakreppuna 2015 og stefndi að því að taka við engum hælisleitendum. Danir hafa ekki viljað fylla árlegan kvóta 500 flóttamanna og þess í stað aðeins tekið við 200.

Svíþjóð skráði tæplega 241 þúsund flóttamenn og ræplega 14 þúsund hælisleitendur 2021. Eftir flóttamannakreppuna 2015 til 2016 þrengdu Svíar aðgang flóttamanna, og fækkaði hælisleitendum í kjölfarið. Um 300 þúsund beiðnum um hæli hefur verið hafnað á undanförnum árum og margir hælisleitendur snúið aftur til heimalanda sinna.

Frá janúar til ágúst 2022 skráði Noregur rétt tæplega 28 þúsund beiðnir um hæli, þar af bjuggu um 10 þúsund í mótttókumiðstöðvum. Flestir komu frá Úkraínu, Sýrlandi, Afganistan, Erítyreu og Rússlandi.

Tæplega níu þúsund umsóknir um hæli voru skráðar í Finnlandi 2015. Aðeins um 25% voru samþykktar.