Alþjóðlegur dagur jóga: sameining anda og líkama

0
118

Alþjóðlegur dagur jóga. Jóga er forn líkamleg og andleg iðkun, sem á rætur að rekja til Indlands. Orðið „jóga“ er komið úr sanskrít og þýðir sameining og er þar vísað til tengingar líkamans og vitundarinnar. Alþjóðlegur dagur jóga er hefur verið haldinn 21.júní ár hvert á vegum Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2014.

Ýmsar gerðir jóga eru iðkaðar um allan heim  og eiga sífellt meiri vinsældum að fagna.

Markmið Alþjóðlegs dags jóga er að auka vitund almennings um kosti jóga-iðkunar.

Alþjóðlegur dagur jóga
Mynd: Erik Brolin/Unsplash

Ekki þarf að koma á óvart að Indverjar áttu frumkvæðið að jóga-deginum en 175 ríki voru meðflytjendur tillögu þar að lútandi á Allsherjardegi Sameinuðu þjóðanna. Narendra Modi forsætisráðherra Indlands sagði í ræðu sinni á 69.Allsherjarþinginu að jóga væri ómetanleg gjöf fornrar hefðar.

„Jóga sameinar andann og líkamann, hugsun og framkvæmd…Jóga er heildstæð aðferð í þágu heilsu okkar og vellíðan. Jóga snýst ekki um líkamsæfinguna eina sér, heldur er hér um að ræða leið til að stuðla að einingu með sjálfum sér, heiminum og náttúrunni.“

Ráð gegn hreyfingarleysi

Alþjóðlegur dagur jóga
Mynd: Oksana Taran/Unsplash

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur hvatt aðildarríki sín til að vinna bug á hreyfingarleysi, sem er talin eina tíu helstu orsökum snemmbærra dauðsfalla í heiminum, auk þess að auka hættu á sjúkdómum á borð við hjartasjúkdóma, krabbamein og sykursýki.

Jóga er þó miklu meira en líkamsrækt. Einn þekktasti iðkandi jóga B. K. S. Iyengar heitinn sagði:  „Með iðkun jóga viðhöldum við jafnvægi í daglegu lífi okkar og glæðum hæfni okkar til að takast á við daglegt líf okkar.“

Sjá einnig hér.