Flóttamenn aldrei fleiri: 10 milljónir bættust við á síðasta ári

0
684
Flóttamannadagurinn
Kóngólskir flóttamenn sækja um að fá að fara heim í flóttamannabúðum í Búrúndí.

Á tuttugu mínútna fresti þarf einn jarðarbúi að flýja átök, kúgun eða hryðjuverk. Flóttamenn eru á meðal berskjaldaðasta fólks heims og meir en helmingur þeirra eru börn.

Samkvæmt nýrri skýrslu Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hefur 1% jarðarbúa eða nærri 80 milljónir manna orðið að flýja heimili sín vegna stríðs, átaka og ofsókna. Er það hæsta hlutfall sem um getur í sögu UNHCR.

COVID-19 faraldurinn og mótmæli gegn kynþáttahyggju minna okkur á hve langt er í land í baráttunni við að skapa heim þar sem allir eru jafnir og enginn er skilinn eftir. Og það er jafnframt ljóst að við öll verðum að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til að skapa þann heim sem við viljum og þurfum.

Alþjóðlegi flóttamannadagurinn

20.júní ár hvert er Alþjóðlegi flóttamannadagurinn. Á þeim degi er hollt að minnast þess að allir geta lagt sitt af mörkum. Hver aðgerð skiptir máli í viðleitni okkar við að skapa heim þar sem allir eru jafnir og allir þátttakendur.

„Nærri 80 milljónir kvenna, barna og karla um allan heim hafa neyðst til að flýja heimili sínu sem flóttamenn á náð annara ríkja eða innanlands. Það er hrikaleg staðreynd að af þeim flúðu tíu milljónir á síðasta ári einu saman,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi sínu á Alþjóðlega flóttamannadaginn.

„Í dag er ástæða til að þakka þá rausn og mannúð sem þau samfélög og ríki hafa sýnt með því að skjóta skjólshúsi yfir flóttamenn, þótt þau glími oft og tíðum við eigin vandamál í efnahags- og öryggismálum. Við stöndum í þakkarskuld við þessi ríki og okkur ber að styðja þau og fjárfesta í þeim.“

Handþvottastöð Chris Bida

Alþjóða flóttamannadagurinn
Lítil aðgerð sem skiptir máli.

Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNHCR)  hjálpar flóttamönnum í öllum heimshornum. Vegna COVID-19 hefur stofnunin gripið til ráðstafana til að koma í veg fyrir að faraldurinn breiðist út á meðal flóttamanna. Fyrsta skrefið er að vekja þá til vitundar um kórónaveiruna og hefur stofnunin komið upplýsingum til 254 þúsund manns. Þá hefur búnaði til handþvotta verið komið til skila og  hafa 73 þúsund manns fengið sápu og 2500 handþvottastöðum verið komið upp.

Chris Bida er suður-súdanskur flóttamaður í Lýðveldinu Kongó. Þegar kórónaveirunnar varð fyrst vart í mars á þessu ári beið hann ekki boðanna heldur kom sér upp eigin handþvottastöð sem hefur þann kost að hún er fótstigin og því færri snertifletir en ella.

„Allir geta gert þetta enda er þetta sáraeinfalt. Þetta kostar ekki neitt,“ segir Chris Bida. Margir flóttamenn hafa hvorki aðgang að spritti eða vatna til að þvo hendurna og því skiptir verk Chirs Bida og álíka aðgerðir miklu máli og getur jafnvel skipt sköpum fyrir heilt samfélag og bjargað mannslífum.

„Flóttamenn starfa sem hjúkrunarfólk, læknar, vísindamenn, kennarar og mörgum öðrum nauðsynlegum störfum frá Bangladesh til sjúkrahúsa í Evrópu. Þeir vernda sjálfa sig og endurgjalda samfélögunum sem hýsa þá, gestrisnina,“ segir Guterres.

Alþjóðlegi flóttamannadagurinn
Þvottastöð Chris Bida: einföld og skilvirk aðgerð gegn COVID-19

Verk Chris Bida er bara eitt af mörgum dæmum um hvernig flóttamenn leggja lóð sína á vogarskálarnar í samfélagi sínu og allt slíkt skiptir máli.

„Á Alþjóðlega flóttamannadeginum ber að þakka flóttamönnum fyrir útsjónarsemi þeirra og ákveðni í að endurreisa líf sitt og bæta líf nágranna sinna,“ segir Guterres.

Sjá nánar hér

https://www.unhcr.org/news/stories/2020/1/5e21b3a74/key-takeaways-global-refugee-forum.html

https://medium.com/@UNHCR/5-ways-to-support-refugees-during-the-coronavirus-crisis-cfb6ba84c7c7

https://docs.google.com/presentation/d/1ecDJyr5rAxT_frkS0gSzWOOAC2c9lAbbKoZ4Tuu6WJs/edit?ts=5eda4f91#slide=id.g8867648cce_0_387

https://www.unhcr.org/news/stories/2020/6/5ee0a0a74/south-sudanese-refugees-tippy-taps-promote-hygiene-drc-camps.html