Að spara og njóta lífsins

0
459

Partý

  • Staðreyndin er sú að flestir standa upp að loknum kvöldverði og henda afgangnum af matnum í ruslið. Eðlilega gætu margir hugsað, það sem eftir er á disknum eru leifarnar af matnum en ekki maturinn sjálfur, eða hvað? Staðreyndin er sú að það er hægt að nýta mun betur afganga og minnka þar með sóun matvæla. Gott dæmi er kjúklingur en afganginn af honum má nota í ljúffengt salat daginn eftir. Þá er einnig gott ráð að biðja um að afgangurinn sem til verður þegar farið er út að borða verði settur í þar til gerð ílát og tekin með heim. Þá er hægt að njóta veitingahúsarmatarins enn lengur og um leið minnka sóunina.
  • Taktu gæði fram yfir magn. Ef þú hefur keypt gæðavöru er líklegra að þú klárir hana, einfaldlega af því þú hefur borgað vel fyrir hana. Með því að hagnast á því að draga úr sóun matvæla getur þú líka leyft þér að kaupa betri vöru fyrir þig og fjölskyldu þína.
  • Deildu matnum með nágrönnum ef þú hefur keypt of mikið í matinn. Þú getur gert matarbandalag við einhvern í stigaganginum eða götunni og bætir þannig nábýlið. Láttu gesti í góðu kvöldverðarboði fá afganga í poka (“doggybag”) svo að þeir njóti matarins líka daginn eftir.
  • Færðu dagbók yfir sóun matar og skráðu hversu miklum mat þú hendir. Þetta verður til þess að þú ert meðvitaðri og reynir að henda minna og lærir laf reynslunnni.