Stjörnustríð í þágu barna

0
465

 

star wars

25.maí 2014. „Fyrir löngu síðan, í stjörnukerfi langt, langt í burtu…“ Eitthvað á þessa var kynningin á Stjörnustríðinu þegar fyrsta kvikmyndin var frumsýnd árið 1977.

Nú þegar þráðurinn verður tekinn upp að nýju og nýr varningur boðinn til sölu, hafa framleiðendur Stjörnustríðsins tekið höndum saman við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um að hjálpa börnum.

 

Disney og Lucasfilm LTD og leikstjórinn J.J. Abrams hafa ákveðið að bindast samtökum við uppfinningadeild UNICEF, þar sem fundið er upp á nýjungum til að bæta líf barna um allan heim. Markmiðið er að finna skapandi lausnir til að berjast gegn ýmsum helstu vandamálum jarðarbúa. Menn ættu að kannast við slagorð verkefnisins: Stjörnustríð: Afl í þágu breytinga (Star Wars: Force for Change).

Safnað er fé á vefsíðu og er tekið á smáum framlögum jafnt sem stórum: Star Wars Omaze

UNICEF starfar sem kunnugt er af miklu krafti á Íslandi.