Að elda

0
437

Notaðu afganga en berðu þá fram á lystugan hátt því sérstaklega börnum leiðist að borða afganga. Vertu skapandi og notaðu afgangana í nýja rétti og berðu fram á lystaukandi hátt.Cooking

  • Eldaðu mat til margra daga. Kauptu meðvitað inn til margra daga í senn og notaðu afgangana af laxi gærdagsins í laxasalat síðar. Þú sparar líka búðarferð!
  • Hafðu einn ákveðinn afgangadag í viku, þar sem afgangar eru kláraðir og hreinsað út úr skápunum.
  • Nýta má hýði, enda og lauf og allt sem ratar ekki á diskana þegar gulrætur, hvítlaukur, kartöflur, sellerí, púrrulaukur, tómatar og agúrkur eru í matinn, í soðið.
  • Mundu eftir að reikna út stærð skammta. Spurðu fjölskyldumeðlmi hversu mikið þeir geta borðað hverju sinni áður en þú elder. Í barnafjölskyldum sérstaklega er oft eldað meira en borðað er. Hér er gott að vera á verði!
  • Legðu minni gerðir af diskum og fötum á borðið. Þetta dregur bæði úr ofáti og því að mat sé hent.  Diskar hafa stækkað á síðustu tuttugu árum og það sést því miður á mittismáli þjóðarinnar.
  • Berðu réttina inn hvern á fætur öðrum. Jafnt í kvöldmatnum sem stærri kvöldverðarboðum, ber að bera réttina inn eftir því sem maturinn klárast til þess að maturinn standi ekki á borðinu, jafnvel svo tímum skiptir með þeim afleðingum að hann verður vondur.

 

Mynd: Flickr Creative Commons Attribution-ShareAlike 2.0 Generic (CC BY-SA2.=)

 

 

 

 

 

 

 

tribution-ShareAlike 2.0 Generic (CC BY-SA 2.0)