Forsetinn kynnir sér þróunarmarkmið

0
483

Guðni

2.september 2016. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands var í hópi þeirra sem kynntu sér Heimsmarkmiðin um Sjálfbæra þróun á fundi fólksins í Norræna húsinu í dag.

Félag Sameinuðu þjóðanna tekur þátt á Fundi fólksins sem fer fram í Norræna húsinu dagana 2.-3. september. Félagið mun ásamt Junior Chamber International (JCI) á Íslandi kynna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir gestum og gangandi.

Heimsmarkmiðunum, sem eru 17 talsins, er ætlað að stuðla að aukinni sjálfbærni ríkja og snúa m.a. að því að enda hungur og fátækt, auka jöfnuð og stuðla að jafnrétti kynjanna, bæta og tryggja aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu, gera borgir vistvænni, sporna við loftslagsbreytingum og vernda lífríki hafsins og skóga.

193 ríki hafa samþykkt að vinna að þessum markmiðum og reyna að ná þeim fyrir árið 2030. Mun auðveldara verður að uppfylla markmiðin ef að allir leggjast á eitt en það er ýmislegt sem að hver og einn getur gert til þess og verða gestir hátiðarinnar hvattir til þess að velja sér markmið til að vinna að. Hugmyndum verður safnað saman og samantekt birt á vefsíðu Félags Sameinuðu þjóðanna eftir að viðburðinum líkur.
Heimsmarkmiðin verða kynnt í kynningartjaldi 2 frá klukkan 12:00-18:00 báða dagana.

(Heimild og mynd:Félag Sameinuðu þjóðanna www.un.is)